Myndi aldrei nota of dökkt meik

Helga Sóley hefur starfað hjá The Body Shop í fimm …
Helga Sóley hefur starfað hjá The Body Shop í fimm ár.

Helga Sóley Hilmarsdóttir, förðunarfræðingur og verslunarstjóri The Body Shop í Kringlunni, lifir og hrærist í förðunar- og snyrtivöruheiminum. Helga hefur starfað í The Body Shop í fimm ár og þekkir því vöruúrvalið inn og út. Í uppáhaldi hjá henni er Shimmer Waves-palletta sem hún notar ýmist á húðina og augun. Ef það er eitthvað sem hún myndi aldrei gera þegar kemur að förðun þá er það að velja of dökkt meik og móta augabrúnirnar með svörtum lit.

Hvernig farðar þú þig dags daglega?

„Það getur verið mjög mismunandi eftir dögum en ég er alltaf með Fresh Nude Foundation sem er léttur farði með fallegri áferð næst nota ég Lightening Touch hyljara sem er fljótandi og hentar vel undir augun. Matt sólarpúður, eyeliner, maskara og vel mótaðar augabrúnir en í þær nota ég Brow & Liner Kit. Allt eru þetta vörur sem fást í The Body Shop.“

En þegar þú ert að fara eitthvað spari?

„Þá legg ég meiri áherslu á að skyggja andlitið og veigameiri augnförðun ásamt fallegum ljóma og „nude“-varalit.“

Hvað tekur þig langar tíma að jafnaði að gera þig til?

„Á virkum degi 20-30 mín en þegar ég er að fara út get ég dundað mér í lengri tíma.“

Áttu þér uppáhalds snyrtivöru?

„Já, Shimmer Waves-palletta frá The Body Shop er í miklu uppáhaldi núna. Hún nýtist bæði sem fallegur highlighter og sanseraðir augnskuggar. Einnig er ég mjög hrifin af Dior forever farðanum.“

Hvað gerir þú til að halda húðinni við?

„Hreinsa húðina vel og nota krem bæði kvölds og morgna. Ég nota Vitamin E- andlitssápu og andlitsvatn (toner) úr sömu línu. Uppáhalds kremið mitt er svo Drops Of Youth Cream sem inniheldur góða virkni.“

Er eitthvað sem þú myndir ekki gera þegar kemur að förðun?

„Já, að velja allt of dökkt meik og móta augabrúnirnar með svörtum lit. Það er mikið fallegra að velja réttan lit á farða og setja svo lit í húðina með sólarpúðri eða fallegum kinnalit.“

Áttu þér eitthvað fegurðarleyndarmál?

„Brosa, kemur fegurðin annars ekki að innan frá?“

Hvað gerir þú til að dekra við þig?

„Skelli á mig djúphreinsimaska og fer í heitt bað. Ég nota helst Tea Tree-maskann frá The Body Shop.“

Helga er hrifin af Dior Forever-farðanum.
Helga er hrifin af Dior Forever-farðanum.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál