Konur skarta nú loðnum lirfum á andlitinu

Pistlahöfundur Daily Mail hefur áhyggjur af augabrúnatískunni. Hún segir fyrirsætuna …
Pistlahöfundur Daily Mail hefur áhyggjur af augabrúnatískunni. Hún segir fyrirsætuna Cöru Delevingne m.a. bera ábyrgð á henni. AFP

„Hvað í ósköpunum er að gerast með hárin fyrir ofan augun okkar,“ skrifar kona undir notandanafninu Janet Street-Porter í pistil sinn sem birtist á vef Daily Mail. Hún er hreint ekki ánægð með augabrúnatískuna þessa stundina og kennir fyrirsætunni Cöru Delevingne meðal annars um.

Augabrúnir hafa eins mikið að segja fyrir útlitið eins og fatnaðurinn sem fólk klæðist að sögn Janet en hún er ekki hrifin af því hvernig tískan hefur þróast. Hún líkir tísku-augabrúnum við lirfur. „Sjáið, konur skarta nú loðnum lirfum á andlitinu. Sumar eru teiknaðar á og sumar eru jafnvel húðflúraðar. Guð má vita hvað tískufórnalömb taka sér fyrir hendur næst.“

„Það er ekki langt síðan eitt auka hár í kringum augabrúnirnar þótti algjört tískuslys. Augabrúnir þurfti að plokka út í hið óendanlega. Þær áttu að ramma inn augun okkar. En í dag eiga þær að vera kafloðnar.“

„Þessar stóru augabrúnir öskra: „Horfið á mig!“ Þessar stóru og loðnu augabrúnir eru svo settar saman við stórt hár, fölar varir og skyggt andlit,“ skrifar konan. Hún segir kvenfólk nú til dags allt reyna að passa í sama formið á meðan Kim Kardashian stýrir ferðinni.

„Með augabrúnum geta konur tjáð sig og sinn stíl, þess vegna er það svo skrýtið að margar konur vilja líta eins út.“ Pistilinn má lesa í heild sinni hérna.

Pistlahöfundurinn segir konur upp til hópa reyna að líkjast Kim …
Pistlahöfundurinn segir konur upp til hópa reyna að líkjast Kim Kardashian. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál