Gerði grín að vaxtarlagi nakinnar konu

Hér má sjá myndina sem Mathers birti á Snapchat.
Hér má sjá myndina sem Mathers birti á Snapchat.

Playboy-fyrirsætan Dani Mathers hefur verið harðlega gangrýnd á samfélagsmiðlunum eftir að hún birti mynd af nakinni konu í ræktinni á Snapchat-reikningi sínum og gerð grín að vaxtarlagi hennar. Myndin var tekin inni í búningsklefa líkamsræktarstöðvarinnar.

Hin 29 ára gamla Mathers birti myndina á Snapchat sem tekin var að konunni forspurðri. Undir myndinni stóð: „If I can't unsee this than you can´t either.“

Hér má sjá Mathers biðjast afsökunar á Snapchat @missdanimathers.
Hér má sjá Mathers biðjast afsökunar á Snapchat @missdanimathers. Ljósmynd/Skjáskot af vef Mail Online

Myndin vakti strax hörð viðbrögð og er óhætt að segja að samfélagsmiðilinn Twitter hafi logað vegna hennar. Fyrirsætan hefur beðist afsökunar á myndinni og segist hafa ætlað að senda hana í einkaskilboðum til vinkonu sinnar en hún hafi óvart farið í svokallað „MyStory.“

Mathers er með 553.000 fylgjendur á Instagram og 75.100 fylgjendur á Twitter. Í afsökunarbeiðni sinni á Snapchat sagði Mathers meðal annars: „Ég hefði ekki átt að taka myndina og þetta var ekki það sem ég ætlaði að gera. Ég ákvað að starfa við það sem ég starfa við  af því að ég elska kvenmannslíkamann og veit að það er ljótt að gera grín að honum, það er ekki það sem ég geri og það er ekki týpan sem ég er.“

Afsökunarbeiðni hennar á Twitter.
Afsökunarbeiðni hennar á Twitter. Ljósmynd/Skjáskot af vef Mail Online

Afsökunarbeiðni fyrirsætunnar hefur fengið misjöfn viðbrögð og samkvæmt vef Mail Online segja sumir hana einungis leiða yfir því að upp hafi komist um ódæðið. Hér að neðan má sjá viðbrögð fólks á Twitter og innlegg Mathers en hún hefur nú eytt Twitter aðgangi sínum.

Viðbrögð fólks á Twitter.
Viðbrögð fólks á Twitter. Ljósmynd/Skjáskot af vef Mail Online
Twitter aðgangi Mathers hefur nú verið eytt.
Twitter aðgangi Mathers hefur nú verið eytt. Ljósmynd/Skjáskot af vef Mail Online
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál