„Allt við mig er gervi og ég elska það“

Star segir ekkert ekta við sig.
Star segir ekkert ekta við sig. Ljósmynd/Skjáskot af vef Mail Online

Bresk kona hefur eitt yfir sextán milljónum króna í lýtaaðgerðir og vill láta gera sig eins „fake“ og hægt er. Konan sem vill einungis láta kalla sig Star hefur meðal annars farið í brjóstastækkun, fengið sér fyllingu í varir, farið í nefaðgerð og látið laga á sér skapabarmana til þess að fá hina fullkomnu píku.

Star á sínum yngri árum.
Star á sínum yngri árum. Ljósmynd/Skjáskot af vef Mail Online

Nýverið flaug hún til Los Angeles til þess að taka þátt í sjónvarpsþáttunum Botched en þar bað hún læknana um aðra brjóstastækkun. Star hefur nú þegar látið stækka brjóst sín úr stærð 32A í 32E en vill fá þau enn stærri. Læknarnir neituðu hins vegar að framkvæma þessa aðgerð á Star þar sem þeir töldu hana of hættulega.

Þá bað Star einnig um að láta laga á sér nefið aftur þar sem hún hefur verið í erfiðleikum eftir síðustu aðgerð. Þegar læknarnir Terry Dubrow og Paul Nassif sögðu henni hins vegar að stækka þyrfti nef hennar til þess að laga leka hætti Star við nefaðgerðina. Þá ætlar hún að fara til Póllands til að finna lækni sem vill framkvæma brjóstastækkunina.

Star fer á þriggja mánaða fresti og lætur fylla í …
Star fer á þriggja mánaða fresti og lætur fylla í varirnar sínar. Ljósmynd/Skjáskot af vef Mail Online

Ástæðan fyrir því að Star byrjaði að breyta útliti sínu er sú að hún vildi alls ekki líkjast móður sinni. „Ég hata náttúrulegt útlit. Allt við mig er gervi og ég elska það,“ sagði Star í viðtali við Mail Online.

Star vill komast aftur í brjóstastækkun.
Star vill komast aftur í brjóstastækkun. Ljósmynd/Skjáskot af vef Mail Online
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál