Fyllingarefni sögð geta haft langtímaáhrif

Þessa stundina er í tísku að vera með stórar og …
Þessa stundina er í tísku að vera með stórar og kyssulegar varir. Getty Images

Í heimi lýtaaðgerða koma tískustraumar og fara eins og hvar annars staðar. Á níunda áratugnum var t.d. áhersla lögð á brjóstin, á tíunda áratugnum var í tísku að fara í fitusog og í kringum aldamótin greip botox-æði um sig. En núna eru fyllingaefni í varirnar aðalmálið.

Þegar Kylie Jenner fékk sér fyllingarefni í varirnar urðu lýtalæknar víða um heim varir við svakalega aukningu á eftirspurn í fyllingarefni í varirnar. Þetta kemur fram í nýjasta tölublaði The Edit, tímariti Net-a-Porter. Þessi fyllingarefni sem tröllríða öllu voru í fyrstu sögð eyðast algjörlega úr líkamanum á nokkrum mánuðum og þá fara varirnar aftur í sitt sama far en í ljós er að koma að efnið eykur kollagenframleiðslu í vörunum sem getur gert þær stærri en þær voru áður.

„Hugmyndin er sú að fyllingarefnið eyðist úr vörunum innan árs,“ segir lýtalæknirinn Rajiv Grover. „En núna vitum við að efnin geta haft langtímaáhrif því þau örva endurnýjun kollagen-frumna.“

Kylie Jenner er sögð hafa mikil áhrif á tískustrauma líðandi …
Kylie Jenner er sögð hafa mikil áhrif á tískustrauma líðandi stundar. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál