Mælir alls ekki með fitufrystingu

Þórdís Kjartansdóttir, lýtalæknir á Dea Medica.
Þórdís Kjartansdóttir, lýtalæknir á Dea Medica. mbl.is/Styrmir Kári

Þórdís Kjartansdóttir lýtalæknir á Dea Medica svarar spurningum lesenda. Hér er hún spurð út í fitufrystingu og hvort eitthvert vit sé í henni. 

Sæl Þórdís,  

hvert er þitt álit á fitufrystingu? Er þetta eins lítið mál og auglýst er?

Kær kveðja, ein í fitufrystingarpælingum

Frétt af mbl.is: Hægt að frysta fituna burt

Sæl og takk fyrir spurninguna, 

þegar fitufrysting kom á markað kynnti ég mér hana vel vegna þess að mér fannst þetta hljóma mjög spennandi. Ég varð alls ekki hrifin og mæli ekki með þessari aðferð. Ástæðurnar eru nokkrar!

  1. Til þess að ná svipuðum árangri og þú nærð í fitusogi þá þarftu að fara í mjög margar frystimeðferðir á einungis litlum svæðum í einu. Þá er kostnaðurinn væntanlega orðinn sambærilegur eins og við fitusog.
  2. Ég hef á mínum ferli þurft að aðstoða tvo einstaklinga vegna djúpra brunasára eftir svona frystimeðferð, lesið um marga.
  3. Við endurteknar frystimeðferðir verður álagið á lifrina mikið, getur verið hættulegt þeim sem eru með skerta lifrarstarfsemi (sem stundum einstaklingur veit ekki af).

Ég vona að þetta svari spurningu þinni,

með bestu kveðjum Þórdís Kjartansdóttir lýtalæknir

 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál