Engin hné eftir photoshop-klúður

Forsíðan þykir fremur sérstök.
Forsíðan þykir fremur sérstök. Ljósmynd / skjáskot Mirror

Það er vel þekkt staðreynd að flestallar þær myndir sem birtast á síðum glanstímarita hafa verið lagfærðar með myndvinnsluforritum. Oft þykja þessar lagfæringar þó ganga úr hófi fram, líkt og nýleg forsíða tímaritsins W Magazine ber vitni um.

Forsíðuna prýða tvær af vinsælustu fyrirsætum dagsins í dag, Kendall Jenner og Gigi Hadid, en báðar þykja þær heldur betur hafa unnið í genalottóinu.

Sá sem lagfærði ljósmyndina fyrir forsíðuna er hugsanlega ekki á sama máli, en fótleggir fyrirsætanna virðast ekki hafa þótt vera boðlegir líkt og fram kemur í frétt Mirror.

Svo virðist vera sem búið sé að afmá hné fyrirsætanna í burtu með myndvinnsluforriti, svo fótleggir þeirra minna helst á útlimi Barbie-dúkku.

Fótleggir fyrirsætanna hafa vakið furðu almennings.
Fótleggir fyrirsætanna hafa vakið furðu almennings. Ljósmynd / skjáskot Mirror
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál