Sænski landsliðshópurinn valinn

Bengt Johansson, landsliðsþjálfari Svía í handknattleik, tilkynnti endanlegan hóp sinn fyrir HM í Frakklandi að loknu alþjóðlega mótinu í Malmö um helgina. Hann hafði áður valið 13 leikmenn og bætti við þeim Christian Ericsson frá Dormagen, Michael Pettersson frá Sävehof og Nicklas Johansson frá GUIF, sem allir leika sem skyttur.

Aðrir í hópnum eru markverðirnir Tomas Svensson (Barcelona) og Peter Gentzel (Granollers), Martin Boquist (Redbergslid), Stefan Lövgren (Kiel), Ljubomir Vranjes (Granollers), Magnus Andersson (Drott), Ola Lindgren (Nordhorn), Magnus Wislander (Kiel), Tomas Sivertsson (Granollers), Martin Frändesjö (Montpellier), Mathias Franzén (Redbergslid), Johan Pettersson (Nordhorn) og Jonas Ernelind (Kiel).

Þriðji markvörðurinn, Mattias Andersson frá Drott, verður á "bakvakt" heima í Svíþjóð. Bengt Johansson ætlar aðeins að skrá 15 af þessum 16 leikmönnum í upphafi móts og eiga þann möguleika að bæta þeim 16. við þegar á líður keppnina.

Svíar hefja vörn heimsmeistaratitilsins þegar þeir mæta Íslendingum í Montpellier næsta þriðjudag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert