Ólafur Bragi Íslandsmeistari í torfæruakstri

Óafur Bragi Jónsson á Refnum flýgur upp fyrir stáli í …
Óafur Bragi Jónsson á Refnum flýgur upp fyrir stáli í lokabrautinni og tryggir sér Íslandsmeistaratitilinn í flokki sérútbúinna bíla. mynd/JAK

Ólafur Bragi Jónsson frá Egilsstöðum varð Íslandsmeistari í torfæruakstri 2008 með glæsilegum sigri í lokaumferð Íslandsmeistaramótsins sem ekin var í Kollafirði í gær.

Ólafur Bragi tryggði sigur sinn með djörfum akstri í lokabraut keppninnar en þar var hann eini keppandinn sem tókst að ljúka síðustu braut keppninnar en flestir töldu þá braut ófæra.

Bjarki Reynisson náði Íslandsmeistaratitlinum í flokki sérútbúinna götubíla með samanlögðum góðum árangri í öllum keppnum sumarsins en það var Ragnar Róbertsson sem sigraði í lokaumferðinni.

Páll Pálsson varð Íslandsmeistari í Götubílaflokki, einnig á samanlögðum árangri en Hannes Berg Þórarinsson bar sigur úr bítum í lokakeppninni.

Bjarki Reynisson á Dýrinu varð Íslandsmeistari í flokki Sérútbúinna götubíla.
Bjarki Reynisson á Dýrinu varð Íslandsmeistari í flokki Sérútbúinna götubíla. mynd/JAK
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert