KR-ingar sitja á botninum eftir fjóra leiki

Hart barist í leik KR og Víkings í kvöld.
Hart barist í leik KR og Víkings í kvöld. Árni Torfason

KR-ingar reka lestina í efstu deild karla, Landsbankadeildinni, þegar aðeins einum leik er ólokið í 4. umferð. KR tapaði í kvöld fyrir Víkingi, 2:1, á heimavelli sínum í Frostaskjóli. Stefán Kári Sveinbjörnsson og Sinisa Kekic skoruðu mörk Víkings í síðari hálfleik. Henning Jónasson klóraði í bakkann fyrir KR í blálokin. KR hefur aðeins hlotið eitt stig í fjórum leikjum, þar af þremur á heimavelli, þ.e. þriðjungi heimaleikja liðsins á Íslandsmótinu er lokið.

Valsmönnum mislukkaðist að ná efsta sæti deildarinnar þegar þeir skildu við Blika með skiptan hlut í markalausum leik á Kópavogsvelli. Valur er með 8 stig en FH 9 og á leik inn annað kvöld á móti Fram á Laugardalsvelli, en með leik lýkur 4. umferð. Keflvíkingar unnu öruggan sigur á HK á Keflavíkurvelli, 3:0. Þórarinn Kristjánsson, Símun Eiler Samuelsen og Guðmundur Steinarsson skoruðu mörkin. Keflavík er þar með komið með sjö stig eins og Fylkir og Víkingur í 3. - 5. sæti.
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert