Teitur: Mín staða óbreytt

Teitur Þórðarson þjálfari KR
Teitur Þórðarson þjálfari KR Ómar Óskarsson

Teitur Þórðarson, þjálfari KR, var að vonum svekktur að leiknum gegn HK loknum. Hann er sammála því að skortur á sjálfstrausti sé í KR-liðinu sem birtist í klúðri á marktækifærum: ,,Jú, það hefur áhrif. Við höfum náttúrlega ekki unnið leik og það hefur sitt að segja, það er ekki spurning."

– Þú hefur lengi verið viðloðandi knattspyrnu. Hvaða leiðir eru færar út úr í þeirri stöðu sem KR-liðið er í?

,,Það er margsannað að það eru engar aðrar leiðir frá vandamálum en að vinna sig út úr þeim."

– Þarf KR-liðið á sálfræðingi að halda?

,,Það getur vel verið að á einhverjum tímapunkti gæti það hjálpað mönnum að hugsa um eitthvað annað. Hvað færðu út úr því að taka sálfræðing inn í svona stöðu? Ég er ekki viss um að það virki. Ég hef reynt slíkt erlendis og hef ekki jákvæða reynslu af slíku. Eins og fyrri hálfleikurinn spilaðist þá snýst þetta ekki um sálfræði. En þegar við fáum mark á okkur þá snýst þetta kannski um sálfræði. Liðið kom vel stemmt til leiks og stjórnaði leiknum. En það er ekki nóg og við getum ekki endalaust huggað okkur við það. Við fáum svo á okkur mark úr föstu leikatriði sem er algert einbeitingarleysi," sagði Teitur.

Spurður hver markmið liðsins séu nú svaraði hann því til að markmiðin frá því fyrir mót væru sett til hliðar og eingöngu hugsað um næsta leik. Varðandi sína stöðu sagði Teitur að hún væri algerlega óbreytt og væri ekki sérstakt umræðuefni af hans hálfu.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert