HK fánarnir skornir niður

Frá viðureign Breiðablik og HK í 1. deildinni fyrir tveimur …
Frá viðureign Breiðablik og HK í 1. deildinni fyrir tveimur árum. Eggert Jóhannesson

Spennan er að magnast í Kópavogi fyrir leik Breiðabliks og HK í Landsbankadeildinni í knattspyrnu en liðin mætast í fyrsta sinn í efstu deild á Kópavogsvelli klukkan 20 í kvöld.

Þó svo að um heimaleik Breiðabliks sé að ræða standa félögin sameiginlega á kynningu leiksins og í morgun var fáunum beggja félaga flaggað víðs vegar um bæinn. Það virðist hafa farið brjóstið á einhverjum því mbl.is barst ábending um að búið væri að skera niður alla HK fánana en fánar Breiðabliks fengu að vera í friði.

Reiknað er með miklu fjölmenni á Kópavogsvöll í kvöld. Vonast hafði verið til að ný áhorfendastúka yrði vígð í kvöld en að því verður ekki svo fólk verður að koma sér fyrir í gömlu stúkunni og í brekkunni við hlið hennar.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert