Skagamenn lögðu Keflvíkinga á dramatískan hátt

Birkir Már Sævarsson skorar fyrsta markið í viðureign HK og …
Birkir Már Sævarsson skorar fyrsta markið í viðureign HK og Vals í kvöld. Golli Kjartan Þorbjörnsson

Fyrri umferð Landsbankadeildarinnar er lokið en þrír síðstu leikirnir í 9. umferð fóru fram í kvöld. Valur burstaði HK, 4:1, Fylkir og KR gerðu markalaust jafntefli og Skagamenn unnu sinn þriða leik í röð þegar þeir lögðu Keflvíkinga, 2:1. Fylgst ar með gangi mála í beinni textalýsingu á mbl.is.

Fylkir-KR 0:0, HK-Valur 1:4, ÍA-Keflavík 2:1

Leik ÍA og Keflavíkur er lokið með sigri Skagamanna, 2:1.

Kristinn Jakobsson bætir sex mínútum við leik ÍA og Keflavíkur.

88. Einar Orri Einarsson fær að líta rauða spjaldið fyrir afar ljótt brot á Bjarna Guðjónssyni.

85.Hallgrímur Jónason minnkar muninn í 2:1 fyrir Keflavík og í kjölfar marksins fær Páll Gísli Jónsson markvörður ÍA rautt spjald eftir stympingar við Símun Samuelsen.

Bjarni Guðjónsson kemur Skagamönnum í 2:0 með skoti af löngu færi. Keflvíkingar voru mjög ósáttir við markið enda reiknuðu þeir með að fá boltann eftir að hafa sparkað honum útaf vegna meiðsla leikmanns. Bjarni ætlaði líklega að sparka boltanum yfir markið en það tókst ekki betur en svo að hann sigldi í netið. Bjarni baðst strax afsökunar en markið stóð gott og gilt.

Tæpar 20 mínútur eru eftir af leik ÍA og Keflavíkur á Akranesi og hafa Skagamenn enn yfir, 1:0. Keflvíkingar byrjuðu seinni hálfleikinn með látum en hafa ekki náð að láta kné fylgja kviði.

Keflvíkingar mættu grimmir út til seinni hálfleiksins gegn ÍA og hafa sótt stíft að marki Skagamann og í tvígang hefur hurð skollið nærri hælum upp við mark heimamanna.

Leik Fylkis og KR er lokið með markalausu jafntefli í fremur tilþrifalitlum leik.

88. Pétur Hafliði Marteinsson, KR-ingur, fær að líta sitt annað gula spjald og er sendur af leikvelli. Hann verður því í banni í bikarleiknum gegn Val í næstu viku sem og fyrirliðinn Gunnlaugur Jónsson.

Leik HK og Vals er lokið með öruggum sigri Valsmanna, 4:1. Birkir Már Sævarsson, Helgi Sigurðsson, Pálmi Rafn Pálmason og Hafþór Ægir Vilhjálmsson gerðu mörkin fyrir Val en mark HK var sjálfsmark Gunnars Einarssonar.

Um tíu mínútur eru eftir af viðureign Fylkis og KR og staðan enn, 0:0. KR-ingar hafa verið öllu sterkari síðari hlutann í seinni hálfleiks en fá færi hafa litið dagsins ljós hjá báðum liðum.

Kristinn Jakobsson hefur flautað til leikhlés í leik ÍA og Keflavíkur. Skagamenn eru 1:0 yfir með marki Bjarna Guðjónssonar úr vítaspyrnu.

77. Hafþór Ægir Vilhjálmsson var að koma Valsmönnum í 4:1 gegn HK-ingum. Gunnleifur Gunnleifsson varði skot Hafþórs en missti boltann frá sér og Hafþór tók frákastið og skoraði.

Enn er markalaust í Árbænum í leik Fylkis og KR. Meira fjör hefur færst í leikinn og bæði lið freista þess að komast yfir.

65. Pálmi Rafn Pálmason var að koma Valsmönnum í 3:1 gegn HK á Kópavogsvelli. Pálmi tók boltann vel niður og skoraði með góðu skoti.

32. Bjarni Guðjónsson kemur Skagamönnum yfir með marki úr vítaspyrnu sem dæmd var fyrir brot á Svadumovic.

30. Vjekuslav Svadumovic fékk upplagt færi hjá Skagamönnum en eftir góðan undirbúning frá Þórði Guðjónssyni skaut Króatinn framhjá.

27. Minnstu munaði að Keflvíkingum tækist að komast yfir gegn ÍA en þrumuskot Guðmundar Steinarssonar smalla í þverslánni.

62. HK-ingar hafa minnkað muninn í 2:1 gegn Val á Kópavogsvelli. Barry Smith varnarmaður Vals varð fyrir því óláni að skora í eigið mark.

HK-ingar freista þess að minnka muninn gegn Val og minnstu mátti muna að þeim tækist það en eftir aukaspyrnu Rúnars Páls Sigmundssonar skapaðist talsverð hætta fyrir framan mark Valsmanna.

Keflvíkingar hafa verið heldur sterkari aðilinn gegn Skagamönnum en tæpur stundarfjórðungurinn er liðinn af leiknum. Engin marktækifæri hafa litið dagsins ljós.

Magnús Þórisson hefur flautað til leikhlés í leik Fylkismanna og KR-inga á Fylkisvelli og er staðan, 0:0.

Flautað hefur verið til hálfleiks í leik HK og Vals á Kópavogsvelli. Valsmenn er með vænlega stöðu en þeir hafa 0:2 yfir með mörkum frá Birki Má Sævarssyni og Helga Sigurðssyni.

Kristinn Jakobsson var að flauta á leik ÍA og Keflavíkur í blíðskaparveðri á Skipaskaga.

KR-ingar hafa þurft að gera eina breytingu á liði sínu. Rúnar Kristinsson fór meiddur af velli á 34. mínútu og hans stöðu tók Grétar Ólafur Hjartarson.

Enn er markalaust í leik Fylkismanna og KR-inga á Árbæjarvelli. Leikurinn hefur einkennst af mikilli baráttu.

35. Valsmenn eru komnir í 2:0 gegn HK. Helgi Sigurðsson skoraði markið af stuttu færi, 7. mark Helga í Landsbankadeildinni.

32. Birkir Már Sævarsson var að koma Valsmönnum yfir gegn HK á Kópavogsvelli með sínu fysta marki á leiktíðinni.

27. Fylkismaðurinn Andrés Már Jóhannsson komst í gott færi en skot hans fór í varnarmann og KR-ingum tókst að bægja hættunni frá á síðustu stundu.

Leikur HK og Vals hefur verið fjörugur í veðurblíðunni í Kópavogi. Valsmenn hafa verið öllu aðgangsharðari og nær því að skora en heimamenn.

15 mínútur eru liðnar af leikjunum og hefur ekkert mark verið skorað.

Í Árbæ taka Fylkismenn á móti KR-ingum. Fylkismenn, sem hafa tapað tveimur leikjum í röð, eru í fimmta sæti með 11 stig en KR-ingar, sem unnu sinn fyrsta sigur í síðustu viku þegar þeir lögðu Framara, sitja botni deildarinnar með 4 stig.

Lið Fylkis: Fjalar Þorgeirsson - Kristján Valdimarsson, David Hannah, Andrés Már Jóhannsson, Víðir Leifsson - Mads Beierholm, Valur Fannar Gíslason, Halldór Hilmisson, Peter Gravesen - Haukur Ingi Guðnason, Christian Christiansen.

Lið KR: Stefán Logi Magnússon - Eggert Rafn Einarsson, Gunnlaugur Jónsson, Pétur H. Marteinsson, Guðmundur Reynir Gunnarsson - Sigmundur Krsitjánsson, Rúnar Kristinsson, Kristinn Jón Magnússon, Skúlí Jón Friðgeirsson - Jóhann Þórhallsson, Ásgeir Örn Ólafsson.

Á Kópavogsvelli taka nýliðar HK á móti Val. HK hefur 10 stig og er í 7. sæti en Valsmenn eru með 15 stig í öðru sæti.

Lið HK: Gunnleifur Gunnleifsson - Stefán J. Eggertsson, Ásgrímur Albertsson, Finnbogi Llorens, Davíð Magnússon - Finnur Ólafsson, Hólmar Örn Eyjólfsson, Rúnar Páll Sigmundsson - Aaron Palomares, Oliver Jaeger, Jón Þorgrímur Stefánsson.

Lið Vals: Kjartan Sturluson - Birkir Már Sævarsson, Barry Smith, Atli Sveinn Þórarinsson, Gunnar Einarsson - Baldur Bett, Baldur Ingimar Aðalsteinsson, Pálmi Rafn Pálmason, Hafþór Ægir Vilhjálmsson - Helgi Sigurðsson, Guðmundur Benediktsson.

Á Akranesi taka heimamenn ÍA á móti Keflavík en bæðið lið hafa verið á góðu skriði að undanförnu.

Lið ÍA: Páll Gísli Jónsson - Árni Thor Guðmundson, Heimir Einarsson, Dario Cingel, Ellert Jón Björnsson - Jón Vilhelm Ákason, Bjarni Guðjónsson, Helgi Pétur Magnússon, Guðjón Heiðar Sveinsson - Þórður Guðjónsson, Vjekoslav Svadumovic.

Lið Keflavíkur:Ómar Jóhannsson - Guðjón Antoníusson, Guðmundur Viðar Mete, Nicolaj Jörgensen, Branislav Milisevic - Marco Kotilainen, Hallgrímur Jónasson, Baldur Sigurðsson, Símun Samuelsen - Guðmundur Steinarsson, Þórarinn Kristjánsson.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert