Yfirlýsing frá ÍA

Rekstrarfélag meistaraflokks og 2. flokks ÍA hefur sent yfirlýsingu vegna atviksins sem átti sér stað í leik ÍA og Keflavíkur í Landsbankadeildinni í knattspyrnu í gærkvöld.

Í tilefni atvika í leik ÍA og Keflavíkur þann 4. júlí s.l. í Íslandsmótinu í knattspyrnu þá tekur stjórn Rekstrarfélags KÍA undir afsökun Bjarna Guðjónssonar á því atviki sem leiddi til annars marks ÍA í umræddum leik.

Stjórn Rekstrarfélags KÍA biður leikmenn, stjórn og stuðningsmenn Keflavíkur afsökunar á atvikinu en Bjarni Guðjónsson hefur greint frá því að það hafi alls ekki verið ásetningur hans að skora mark undir þeim kringumstæðum sem raun bar vitni.

Stjórn Rekstrarfélags KÍA harmar þau eftirmál sem urðu utan vallar eftir að leik lauk en gerir þar einkum athugasemdir við eftirfarandi:

1. Ummæli þjálfara Keflavíkur sem látin voru falla í sjónvarpsviðtali, um að Bjarni Guðjónsson hefði enn og aftur gerst sekur um óheiðarleika, eru rakalaus og ómakleg.

2. Framkoma einstakra leikmanna Keflavíkur í garð Bjarna Guðjónssonar, annarra leikmanna ÍA, starfsmanna leiksins og aðstandenda leikmanna var óásættanleg.

Stjórn Rekstrarfélags KÍA ítrekar afsökun til Keflvíkinga vegna þess atviks sem fyrr er getið, en telur að viðbröð Keflavíkur eftir umræddan leik hafi farið langt umfram þau mörk sem ásættanleg eru.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert