Skagamenn nálgast toppliðin eftir stórsigur á HK

Þórður Guðjónsso skoraði fallegt mark á 17. mínútu.
Þórður Guðjónsso skoraði fallegt mark á 17. mínútu. mbl.is/Brynjar Gauti

Skagamenn burstuðu nýliða HK 4:1 á Akranesvelli í 11. umferð Landsbankadeildar karla í kvöld. Akranes er nú komið upp að hlið Keflvíkinga í 3. - 4. sæti deildarinnar og hafa 18 stig en hafa leikið leik meira. Skagamenn eru fimm stigum á eftir FH en umferðinni lýkur með leik FH-inga og Keflvíkinga á sunnudaginn. HK er í 8. sæti deildarinnar með 11 stig.

1:0 Þórður Guðjónsson skoraði glæsilegt mark fyrir Skagamenn á 17. mínútu leiksins. Þórður fékk boltann rétt utan vítateigs þrumaði honum í slá og inn. Lítið hafði verið að gerast á vellinum fram að þessum tilþrifum Þórðar.

2:0 Jón Vilhelm Ákason vippaði boltanum inn fyrir vörn HK á 25. mínútu og þar náði Króatinn Vjekoslav Svadumovic til hans og kom boltanum fram hjá Gunnleifi markverði HK. Varnarmaðurinn Ásgrímur Albertsson reyndi að bjarga marki en sparkaði boltanum upp í þaknetið af marklínu.

2:1 Finnur Ólafsson slapp inn fyrir vörn Skagamanna á 52. mínútu, lék á Pál Gísla markvörð og skoraði.

3:1 Andri Júlíusson kom Akranesi í 3:1 á 75. mín er hann skoraði af stuttu færi. Leikmen HK mótmæltu og töldu að um rangstöðu hefði verið að ræða.

4:1 Þórður Guðjónsson bætti við fjórða marki ÍA á 80. mínútu með því að leika á varnarmann og koma boltanum fram hjá Gunnleifi og í markið.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert