Freyr tryggði FH 3:2-sigur gegn Keflavík

Baldur Sigurðsson í baráttunni um boltann.
Baldur Sigurðsson í baráttunni um boltann. Sverrir Vilhelmsson

Íslandsmeistaralið FH og Keflavík áttust við í Landsbankadeild karla í knattspyrnu í dag og skoraði Freyr Bjarnason sigurmark FH í 3:2-sigri liðsins. Þetta er lokaleikur 11. umferðar og er FH sem fyrr í efsta sæti deildarinnar með 26 stig en Keflavík er með 18 stig líkt og Akranes en liðin eru í 3. og 4. sæti deildarinnar. Valur er í öðru sæti með 21 stig.
FH hefur verið í efsta sæti Landsbankadeildar frá því í júlí árið 2004 þegar 11. umferð fór fram á því keppnistímabili.

Fylgst var með gangi mála í leik FH og Keflavíkur í textalýsingu hér fyrir neðan.

0:1 (6. mín.) Baldur Sigurðsson skoraði fyrir Keflavík með skalla.

1:1 (8. mín.) Sigurvin Ólafsson jafnar fyrir FH með fallegu skoti frá vítateig.

2:1 (20. mín.) Matthías Vilhjálmsson, skorar fyrir FH. Matthías skaut í markvörð Keflavíkur af stuttu færi og boltinn hrökk af markverðinum og fór boltinn Matthías og þaðan í markið.

Rautt spjald, 34 mín.: Sverrir Garðarsson fékk síðara gula spjaldið sitt í leiknum fyrir gróft brot en fyrra gula spjaldið fékk hann fyrir að tuða í dómaranum.

2:2 (41. mín.) Hallgrímur Jónasson var felldur í vítateig FH. Marco Kotilainen tók vítaspyrnuna og skoraði af öryggi.

Fyrri hálfleik er lokið.

3:2 (73. mín.) Tryggvi Guðmundsson tók hornspyrnu og boltinn barst til Freys Bjarnasonar. Hann skaut frekar lausu og háu skoti að marki Keflavíkur og virtist lítil hætta vera á ferðum. Bjarki Guðmundsson markvörður Keflavíkur náði ekki taki á boltanum og fór boltinn inn í markið.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert