Gunnar Oddsson: Síst of stór sigur hjá Fjölni

Gunnar Oddsson.
Gunnar Oddsson. mbl.is/Árni Sæberg

„Þetta var sanngjarn sigur hjá Fjölni og síst of stór. Við vorum alveg eins og skólaguttar í höndunum á þeim,“sagði Gunnar Oddsson, þjálfari Þróttar eftir að lið hans hafði tapað 3:0 fyrir Fjölni.

„Seinni hálfleikurinn hjá okkur var skelfilegur. Við reyndum að setja meiri þunga í sóknina en Fjölnismenn eru stórhættulegir fram á við og áttu fínan leik í dag á sama tíma og við vorum eins og kettlingar.

Við þurfum að stilla saman strengina fyrir næsta leik - það er alveg ljóst. Drengirnir vita það best sjálfir að þeir geta töluvert betur en þeir sýndu í þessum leik. Það er alveg á hreinu.

Þetta er það allra lélegasta sem ég hef séð til okkar. Það var mikið óöryggi hjá okkur og ég veit ekki nema það hafi verið einhver óþarfa spenna. Við ræddum það í hálfleik að nú væri hrollurinn farinn, en það virtist ekki vera,“  sagði Gunnar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert