KR vann nauman sigur í Keflavík

Katrín Ómarsdóttir skoraði sigurmark KR í kvöld.
Katrín Ómarsdóttir skoraði sigurmark KR í kvöld. mbl.is/Sverrir

KR, sem var á dögunum spáð Íslandsmeistaratitli kvenna í knattspyrnu í ár, vann nauman sigur á Keflavík, 2:1, í fyrstu umferð Landsbankadeildarinnar í kvöld en leikið var á Keflavíkurvelli. Katrín Ómarsdóttir skoraði sigurmarkið rétt fyrir leikslok.

Vesna Smiljkovic kom Keflavík yfir rétt fyrir hlé en Hrefna Jóhannesdóttir jafnaði fyrir KR strax í kjölfarið og staðan því 1:1 í hálfleik. Katrín gerði síðan úrslitamarkið á 85. mínútu.

Nýliðar HK/Víkings náðu óvæntu jafntefli, 1:1, gegn Stjörnunni í Kórnum. Björk Gunnarsdóttir kom Stjörnunni yfir á 36. mínútu en Karen Sturludóttir jafnaði fyrir HK/Víking á 58. mínútu.

Breiðablik lenti í vandræðum með nýliða Aftureldingar í Mosfellsbæ. Harpa Þorsteinsdóttir kom Blikum yfir en Sigríður Birgisdóttir jafnaði fyrir Aftureldingu og staðan var 1:1 í hálfleik. Greta  Mjöll Samúelsdóttir og Berglind Björg Þorvaldsdóttir skoruðu fyrir Breiðablik í seinni hálfleik og tryggðu Kópavogsliðinu sigur.

Fylkir vann Fjölni, 2:0, í Grafarvogi og gerði mörkin á fyrstu 5 mínútum leiksins. Thelma Ýr Gylfadóttir og Lára Björg Gunnarsdóttir skoruðu mörkin.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert