Framarar sigruðu HK 2:0

Ívar Björnsson (22) og Reynir Leósson úr Fram í baráttu …
Ívar Björnsson (22) og Reynir Leósson úr Fram í baráttu við Hólmar Örn Eyjólfsson og Stefán Eggertsson (8) úr HK. mbl.is/hag

Fram sigraði HK, 2:0, í 2. umferð Landsbankadeildar karla á Laugardalsvellinum í kvöld og er því með sex stig eftir tvær fyrstu umferðirnar. HK er hinsvegar án stiga eftir tvo leiki.

Staðan var 0:0 í hálfleik en strax í byrjun síðari hálfleiks skoraði Heiðar Geir Júlíusson með skalla eftir fyrirgjöf Daða Guðmundssonar. Ívar Björnsson bætti við marki á 65. mínútu, 2:0, eftir hornspyrnu frá Sam Tillen og þar við sat.

Finnur Ólafsson var næstur því að minnka muninn fyrir HK en hann átti þrumuskot í þverslána og niður á marklínuna. Mitja Brulc fylgdi á eftir og skoraði með skalla en markið var dæmt af vegna rangstöðu. 

Lið Fram: Hannes Halldórsson, Reynir Leósson, Auðun Helgason, Sam Tillen, Daði Guðmundsson, Ingvar Ólason, Heiðar Geir Júlíusson, Halldór H. Jónsson, Paul McShane, Ívar Björnsson, Hjálmar  Þórarinsson.

Varamenn: Hlynur Magnússon, Óðinn Árnason, Joe Tillen, Guðmundur Magnússon, Jón Guðni Fjóluson, Jón Orri Ólafsson, Ögmundur Kristinsson. 

Lið HK: Gunnleifur Gunnleifsson, Stefán Eggertsson, Finnbogi Llorens, Hólmar Örn Eyjólfsson, Hörður Árnason, Goran Brajkovic, Þorlákur Hilmarsson, Finnur Ólafsson, Aaron Palomares, Mitja Brulc, Hermann Geir Þórsson.

Varamenn: Atli Valsson, Almir Cosic, Ásgrímur Albertsson, Hörður Magnússon, Eyþór Helgi Birgisson, Calum Þór Bett, Ögmundur Ólafsson.

Fram 2:0 HK opna loka
90. mín. Auðun Helgason (Fram) fer af velli
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert