Stíflan brast með stæl

Úr leik HK og Vals í gær.
Úr leik HK og Vals í gær. Friðrik Tryggvason

Eftir fjóra sára tapleiki og með tíu mörk á bakinu hófu HK-menn að bíta frá sér. Og þeir gerðu það svo um munaði þegar þeir lögðu Íslandsmeistara Vals að velli, 4:2, í Kópavoginum í gærkvöldi. Sætur sigurinn dugar þó ekki til að lyfta HK af botninum en Valsmenn verða nú að gyrða í brók, með sex stig úr fimm leikjum.

Heimamenn virtust ekki vita að þeir væru í neðsta sæti deildarinnar eða að þeir væru að eiga við Íslandsmeistarana því þeir voru einbeittir í að sækja sér þrjú stig. Varnarmenn Vals hafa marga hildi háð og létu þetta fjör í Kópavogsbúum ekki slá sig út af laginu, þeir stóðu af sér atlögurnar og svo fór að gestirnir komust inn í leikinn. Það vantaði síðan ekki fjörið, bæði lið voru dugleg að skapa færi en Valsmenn þó mun betri síðasta sprettinn því heimamenn vantaði broddinn í sóknir sínar. Allt þar til tíu mínútur voru eftir, þá brast stíflan og Iddi Alkhag skoraði þrennu á níu mínútum.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert