Guðjón í eins leiks bann

Guðjón Þórðarson þjálfari Skagamanna.
Guðjón Þórðarson þjálfari Skagamanna. mbl.is/Kristinn Ingvarsson

Aga- og úrskurðarnefnd KSÍ úrskurðaði nú síðdegis Guðjón Þórðarson þjálfari ÍA í eins leiks bann og knattspyrnudeild ÍA er gert að greiða 20.000 krónur í sekt vegna ummæla Guðjóns í sjónvarpsviðtali eftir leik Keflavíkur og ÍA í Landsbankadeildinni þann 25. maí síðastliðinn.

Eftir umræddan leik var Guðjón mjög harðorður í garð Ólafs Ragnarssonar og skaut einnig föstum skotum að KSÍ en Skagamenn töpuðu leiknum, 3:1, þar sem Stefán Þór Þórðarson fékk að líta rauða spjaldið.

Guðjón getur því ekki stýrt sínum mönnum á sunnudaginn en þá sækja Skagamenn lið HK heim í 6. umferð Landsbankadeildarinnar.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert