Willum: ,,Leikur okkar í fyrri hálfleik skóp sigurinn"

Willum Þór Þórsson, þjálfari Vals.
Willum Þór Þórsson, þjálfari Vals. mbl.is/Brynjar Gauti

Willum Þór Þórsson, þjálfari Vals, var afar ánægður með sigur sinna manna á hans gömlu lærisveinum í KR í kvöld. Willum tjáði mbl.is að leiknum loknum að Valsmenn hefðu undirbúið sig afar vel fyrir leikinn:

,,Við undirbjuggum okkur mjög vel fyrir þennan leik. Fyrst og fremst hugsuðum við um leikskipulag og leikstíl KR - liðsins. Þeir voru á miklum skriði og hafa verið mjög kraftmiklir. Við vorum ákveðnir í að mæta þeim með okkar skipulagi og með ákveðnum áherslum. Það var mikil einbeiting í þeirri vinnu.

 Við undirbúum okkur alltaf mjög vel en við undirbjuggum okkur með sérstöku lagi fyrir þennan leik. Mér fannst fyrri hálfleikurinn bera þess merki og mér fannst leikur okkar í fyrri hálfleik vera það sem skóp þennan sigur hér í dag."

"Í fyrri hálfleik lékum við vel. Réðum vel við þá inni á miðsvæðinu, vörðumst vel og áttum gagnlegar sóknir. Það skilaði okkur marki sem gaf okkur trú inn í seinni hálfleikinn. KR-ingar eru með feykilega öflugt lið og komu af miklum krafti inn í seinni hálfleikinn. Mér fannst við síga full mikið til baka sem var ekki ætlunin. En við komum okkur út úr þeirri holu og skoruðum gott mark. Í kjölfarið af því var nú meiningin að halda boltanum og spila honum áfram. KR-ingarnir breyttu hins vegar um takt og fjölguðu í sókninni. Því miður þá gáfum á okkur færi og í lokin þá var þetta bara spurning um að standast ágjöfina"

Fjallað er ítarlega um leik KR og Vals í íþróttablaði  Morgunblaðsins á morgun. Það er meira í Mogganum!

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert