Jóhann hetjan í sigri Fylkis á FH

Frá leik FH og Fylkis í kvöld.
Frá leik FH og Fylkis í kvöld. mbl.is/hag

Fylkismenn náðu í sín fyrstu stig í langan tíma þegar þeir unnu FH 2:1 í Kaplakrika í kvöld, í Landsbankadeild karla í knattspyrnu. Arnar Gunnlaugsson kom FH yfir rétt fyrir leikhlé en Kjartan Andri Baldvinsson jafnaði metin skömmu eftir hlé. Það var svo varamaðurinn Jóhann Þórhallsson sem tryggði sigurinn á lokaandartökunum.

Fylgst var með gangi mála hér á mbl.is.

Byrjunarlið FH: Daði Lárusson - Höskuldur Eiríksson, Ásgeir Gunnar Ásgeirsson, Tommy Nielsen, Hjörtur Logi Valgarðsson - Dennis Siim, Davíð Þór Viðarsson - Atli Guðnason, Atli Viðar Björnsson, Arnar Gunnlaugsson, Tryggvi Guðmundsson.

Varamenn: Jónas Grani Garðarsson, Matthías Vilhjálmsson, Gunnar Sigurðsson, Guðmundur Sævarsson, Matthías Guðmundsson, Birkir Halldór Sverrisson, Bjarki Gunnlaugsson. 

Byrjunarlið Fylkis: Fjalar Þorgeirsson - Þórir Hannesson, Kristján Valdimarsson, Ólafur Ingi STígsson, Víðir Leifsson - Andrés Már Jóhannesson, Ian Jeffs, Peter Gravesen, Kjartan Ágúst Breiðdal - Allan Dyring, Kjartan Andri Baldvinsson.

Varamenn: Guðni Rúnar Helgason, Jóhann Þórhallsson, Hermann Aðalgeirsson, Haukur Ingi Guðnason, Halldór Hilmisson, Björn Orri Hermannson, Ásgeir Börkur Ásgeirsson. 

FH fær Fylkismenn í heimsókn.
FH fær Fylkismenn í heimsókn. mbl.is/Sverrir Vilhelmsson
FH 1:2 Fylkir opna loka
90. mín. Kristinn Jakobsson bætir þremur mínútum við.
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert