FH sigraði ÍA í sjö marka leik

Stefán Þór Þórðarson og Hjörtur Logi Valgarðsson í leiknum í …
Stefán Þór Þórðarson og Hjörtur Logi Valgarðsson í leiknum í kvöld. mbl.is/Gísli Baldur

FH sigraði Akranes 5:2 á Skipaskaga í kvöld í 13. umferð Landsbankadeildar karla. Skagamenn eru því enn með 7 stig í næst neðsta sæti deildarinnar. FH-ingar eru hins vegar komnir á toppinn með 28 stig en Keflavík er tveimur stigum á eftir og á leik til góða.

Tryggvi Guðmundsson skoraði tvö marka FH, Matthías Vilhjálmsson, Atli Guðnason og Ásgeir Gunnar Ásgeirsson eitt hver. Fyrir ÍA skoruðu Björn Bergmann Sigurðarson og Guðmundur B. Guðjónsson.

Byrjunarlið ÍA: Trausti Sigurbjörnsson - Þórður Guðjónsson,  Árni Thor Guðmundsson, Heimir Einarsson, Guðjón Sveinsson - Guðmundur Guðjónsson, Bjarni Guðjónsson, Jón Vilhelm Ákason - Stefán Þórðarson, Vjekoslav Svadumovic, Björn Bergmann Sigurðsson.

Dennis Siim er ekki í leikmannahópi FH. Björn Sverrisson kemur inn í liðið í hans stað og Matthías Vilhjálmsson leysir Arnar Gunnlaugsson af hólmi. 

Byrjunarlið FH: Gunnar Sigurðsson - Höskuldur Eiríksson, Ásgeir Gunnar Ásgeirsson, Tommy Nielsen, Hjörtur Logi Valgarðsson - Björn Sverrisson, Davíð Þór Viðarsson, Matthías Vilhjálmsson - Atli Guðnason, Atli Viðar Björnsson, Tryggvi Guðmundsson. 

ÍA 2:5 FH opna loka
90. mín. Ívar Haukur Sævarsson (ÍA) á skot framhjá
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert