Framarar þriðju eftir sigur á ÍA

Hjálmar Þórarinsson úr Fram í skallabaráttu við Skagamann í kvöld.
Hjálmar Þórarinsson úr Fram í skallabaráttu við Skagamann í kvöld. mbl.is

Framarar flugu uppí þriðja sætið í Landsbankadeild karla í knattspyrnu í kvöld með því að sigra ÍA, 2:0, á Laugardalsvellinum. Ívar Björnsson og Hjálmar Þórarinsson skoruðu mörkin, sitt í hvorum hálfleik.

Þetta var þriðji sigur Framara í röð og þeir eru komnir með 24 stig og fór uppfyrir Val, Breiðablik, KR og Fjölni. Skagamenn sitja áfram næstneðstir með 7 stig.

Byrjunarlið Fram: Hannes Þór Halldórsson, Ingvar Þór Ólason, Auðun Helgason, Reynir Leósson fyrirliði, Heiðar Geir Júlíusson, Samuel Lee Tillen, Hjálmar Þórarinsson, Halldór Hermann Jónsson, Joseph Tillen, Ívar Björnsson, Jón Orri Ólafsson.

Byrjunarlið ÍA: Esben Madsen, Árni Thor Guðmundsson, Helgi Pétur Magnússon, Igor Bilokapic, Stefán Þór Þórðarson, Þórður Guðjónsson fyrirliði, Dario Cingel, Jón Vilhelm Ákason, Guðmundur Böðvar Guðjónsson, Bjarki Bergmann Gunnlaugsson, Arnar Bergmann Gunnlaugsson. 

Fram 2:0 ÍA opna loka
90. mín. Jón Orri Ólafsson (Fram) fær gult spjald
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert