„Bæjarfélaginu til skammar“

Ívar Björnsson með boltann í kvöld.
Ívar Björnsson með boltann í kvöld. mbl.is/Ellert

„Enginn í okkar liði var tilbúinn þegar leikurinn byrjaði og við gjörsamlega gerðum í buxurnar. Við vissum alveg hvernig Fram myndi spila en vorum ekki tilbúnir til að gera það sem þurfti til,“ sagði Orri Freyr Hjaltalín, fyrirliði Grindavíkur, eftir 2:0-tapið gegn Fram í kvöld.

Þetta er í enn eitt skiptið í sumar sem Grindvíkingum mistekst að landa sigri á heimavelli og Orri Freyr gat ekki leynt vonbrigðum sínum eftir leikinn.

„Þetta var átakanlega lélegt hjá okkur og hreinlega bæjarfélaginu til skammar.“

Ítarlega er fjallað um leikinn í 16 síðna íþróttablaði Morgunblaðsins á morgun.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert