Arnar Gunnlaugs: Hefðum átt að vinna 3:0

Arnar Gunnlaugsson skoraði sigurmark ÍA í kvöld.
Arnar Gunnlaugsson skoraði sigurmark ÍA í kvöld. mbl.is

„Þetta var gríðarlega erfitt. Valur er með  mjög gott lið og setti á okkur mikla pressu í seinni hálfleik. Við gerðum okkur sjálfum samt óþarflega erfitt fyrir með því að nýta ekki okkar færi. Við áttum að skora meira í fyrri hálfleik og vera yfir allavega með tveimur mörkum. Hefðum átt að vinna þetta 3:0 ef það hefði allt dottið með okkur,“ sagði Arnar Gunnlaugsson annar þjálfara ÍA eftir leik Vals og ÍA fyrr í kvöld. Skagamenn unnu þar sinn fyrsta sigur í Landsbankadeild karla í knattspyrnu síðan í maí. Leiknum lauk, 0:1 og skoraði Arnar sigurmark leiksins.

Mark Arnars var annað sigurmark hans á Vodefonevellinum að Hlíðarenda í sumar. Í fyrra skiptið var Arnar leikmaður FH og skoraði þá fyrir FH úr vítaspyrnu gegn Val á lokamínútu leiksins. „Ég kann vel við mig á þessum velli. Þetta er alls ekkert leiðinlegt og ég fer allavega með góðar minningar héðan frá þessu sumri,“ sagði Arnar Gunnlaugsson. Mark hans í kvöld var hans þriðja frá því hann gekk til liðs við ÍA um mitt sumar.

Nánar verður fjallað um leik Vals og ÍA í Morgunblaðinu á morgun.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert