Heimir Guðjónsson: Á löngum köflum miklu betra liðið

Heimir Guðjónsson þjálfari FH-inga.
Heimir Guðjónsson þjálfari FH-inga. mbl.is/Eggert Jóhannesson

,,Við vorum á löngum köflum í leiknum miklu betra liðið og sigurinn var því verðskuldaður," sagði Heimir Guðjónsson, þjálfari FH-inga, við mbl.is eftir sigurinn á Keflavík, 3:2, í Kaplakrika í kvöld.

,,Það varð smá einbeitingaleysi hjá okkur þar sem menn voru of ákafir í að reyna að ná þriðja markinu og með því hleyptum við Keflvíkingunum inn í leikinn. Það var hrikalega svekkjandi að láta þá jafna metin en að sama skapi sýndu mínir menn mikinn karakter að ná að knýja fram sigur á ögurstundu. Við töluðum um það fyrir leikinn að það kæmi ekki til greina að láta lið koma hingað í Krikann til að fagna Íslandsmeistaratitli,“ sagði Heimir.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert