FH vann Blika 3:0 og á enn möguleika

Prince Rajcomar og Dennis Siim eigast við.
Prince Rajcomar og Dennis Siim eigast við. mbl.is/hag

FH-ingar eiga enn ágæta möguleika á Íslandsmeistaratitlinum í knattspyrnu eftir öruggan sigur á Breiðabliki, 3:0, í Kaplakrika í dag. Úrslitin ráðast í lokaumferðinni en fyrir hana er Keflavík með 46 stig og FH 44.

Atli Viðar Björnsson skoraði fyrir FH strax á 8. mínútu og á síðustu sex mínútum fyrri hálfleiks skoruðu Atli Guðnason og Atli Viðar tvö mörk til viðbótar. Þar við sat en Gunnar Sigurðsson markvörður FH varði vítaspyrnu frá Jóhanni Berg Guðmundssyni á 57. mínútu. Eftir það var FH nær því að bæta við mörkum en Breiðablik að laga stöðuna.

Úrslitin þýða að FH þarf að sigra Fylki með tveggja marka mun í lokaumferðinni til að Keflavík nægi ekki jafntefli gegn Fram. Keflvíkingar eru eftir sem áður í bestu stöðunni, vinni þeir Framara eru þeir Íslandsmeistarar hvað sem gerist í leik Fylkis og FH.

Lið FH: Gunnar Sigurðsson, Guðmundur Sævarsson, Tommy Nielsen, Dennis Siim, Freyr Bjarnason, Ásgeir Gunnar Ásgeirsson, Davíð Þór Viðarsson, Tryggvi Guðmundsson, Atli Guðnason, Matthías Guðmundsson, Atli Viðar Björnsson.
Varamenn: Daði Lárusson, Jónas Grani Garðarsson, Matthías Vilhjálmsson, Hákon Atli Hallfreðsson, Björn Daníel Sverrisson, Birkir H. Sverrisson, Hjörtur Logi Valgarðsson.

Lið Breiðabliks: Vignir Jóhannesson, Arnór S. Aðalsteinsson, Srdjan Gasic, Finnur Orri Margeirsson, Kristinn Jónsson, Nenad Petrovic, Arnar  Grétarsson, Guðmundur Kristjánsson, Nenad Zivanovic, Jóhann Berg Guðmundsson, Magnús Páll Gunnarsson.
Varamenn: Kristinn Steindórsson, Prince Rajcomar, Olgeir Sigurgeirsson, Steinþór Þorsteinsson, Guðmann Þórisson, Alfreð Finnbogason, Hörður S. Bjarnason.

FH 3:0 Breiðablik opna loka
90. mín. Breiðablik fær hornspyrnu
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert