Söderlund tryggði FH sætan sigur

Kári Ársælsson fyrirliði Breiðabliks fremstur í flokki í fjölmennum hóp …
Kári Ársælsson fyrirliði Breiðabliks fremstur í flokki í fjölmennum hóp í vítateignum í leiknum í kvöld. mbl.is/Ómar

Norðmaðurinn Alexander Söderlund tryggði Íslandsmeisturum FH 3:2 sigur gegn Blikum á Kópavogsvelli í kvöld. Sigurmarkið kom á síðustu sekúndum leiksins en FH-ingar lentu 2:0 snemma í seinni háfleik Þeim tókst hins vegar að knýja fram sigur með því að skora þrjú mörk á síðustu 17 mínútum leiksins. Fylgst var með leiknum í textalýsingu hér á mbl.is.

Lið Breiðabliks: Ingvar Þór Kale - Árni Kristinn Gunnarsson, Kári Ársælsson, Guðmann Þórisson, Kristinn Jónsson - Finnur Orri Margeirsson, Guðmundur Kristjánsson, Arnór Sveinn Aðalsteinsson - Olgeir Sigurgeirsson, Kristinn Steindórsson, Alfreð Finnbogason.
Varamenn: Sigmar Ingi Sigurðarson, Hrafn Ingason, Haukur Baldvinsson, Elfar Freyr Helgason, Arnar Sigurðarson, Guðjón Gunnarsson, Aron Már Smárason.

Lið FH: Daði Lárusson - Guðmundur Sævarsson, Pétur Viðarsson, Ásgeir Gunnar Ásgeirsson, Hjörtur Logi Valgarðsson - Matthías Vilhjálmsson, Davíð Þór Viðarsson, Tryggvi Guðmundsson - Matthías Guðmundsson, Atli Viðar Björnsson, Atli Guðnason.
Varamenn: Gunnar Sigurðsson, Aleksander Söderlund, Tommy Nielsen, Hákon Hallfreðsson, Björn Daníel Sverrisson, Viktor Örn Guðmundsson, Guðni Páll Kristinsson.

Breiðablik 2:3 FH opna loka
90. mín. Alexander Söderlund (FH) skorar Glæsilegt mark hjá Söderlund. Eftir glæsilega fyrirgjöf frá Hirti Loga skoraði Söderlund með viðstöðulausu skoti upp í vinkilinn.
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert