FH nýtti sér mistök KR

Úr leik KR og FH í gær.
Úr leik KR og FH í gær. mbl.is/Golli

FH-INGAR kunna að skora sigurmörk þegar mest á reynir. Það er staðreynd. Íslandsmeistaraliðið tryggði sér 2:1 sigur gegn bikarmeistaraliði KR á útivelli í gær. Atli Guðnason skoraði fyrir FH á 87. mínútu eftir frábæra fyrirgjöf frá Tryggva Guðmundssyni sem hafði komið inná sem varamaður þegar um 15 mínútur voru eftir.

Eina leiðin fyrir varamenn í FH-liðinu er að sýna hvað í þeim býr. Heimir Guðjónsson þjálfari FH býr við það „lúxusvandamál“ að geta leyft sér að vera með leikreyndan leikmann á borð við Tryggva á bekknum, og meira að segja Tryggvi þarf að sýna sig og sanna í FH-liðinu. Það gerði hann og lagði upp sigurmarkið.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert