Yfir 5.000 km ferðalag bíður FH

Heimir Guðjónsson.
Heimir Guðjónsson. mbl.is/Eggert

„ÞAÐ munu vera rúmlega 5.000 kílómetrar til Kasakstans og því reikna ég með að það verði erfitt að fá einhvern til þess að fara í njósnaferð fyrir okkur. Við hefðum svo sem kosið styttri ferð,“ sagði Heimir Guðjónsson, þjálfari Íslandsmeistara FH í knattspyrnu, eftir að ljóst varð að FH dróst gegn Aktobe frá Kasakstan í 1. umferð forkeppni Meistaradeildar Evrópu í gærmorgun.

„Eitt markmið okkar í FH í sumar er að komast eitthvað áfram í Evrópukeppninni á þessari leiktíð. Við verðum að taka þessari niðurstöðu og vinna okkur út úr henni,“ sagði Heimir sem hafði ekki haft tíma til þess að afla sér mikilla upplýsinga um liðið þegar Morgunblaðið ræddi við hann í hádeginu í gær.

Nánar er fjallað um Evrópudráttinn í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert