Guðmundur Pétursson lánaður til Breiðabliks

Guðmundur Pétursson tekur hjólhestaspyrnu í leik gegn Val á dögunum.
Guðmundur Pétursson tekur hjólhestaspyrnu í leik gegn Val á dögunum. mbl.is/Golli

Guðmundur Pétursson framherji KR-inga í Pepsí deildinni í knattspyrnu hefur verið lánaður til Breiðabliks og mun leika með Kópavogsbúum út leiktíðina.

Mál Guðmundar tóku óvænta stefnu í dag því samkvæmt heimildum mbl.is var hann á leið til Þróttar í gær. Þróttarar eru hins vegar búnir að næla sér í enskan framherja frá B36 í Færeyjum.

Guðmundur hefur komið við sögu í nokkrum leikjum hjá KR í sumar en hefur ekki fengið mörg tækifæri í byrjunarliðinu.  Hann er uppalinn KR-ingur en hefur einnig leikið með ÍR auk þess sem hann lék seinni hluta sumars 2007 í Noregi.

Breiðablik hefur jafnframt lánað Guðjón Gunnarsson til KS/Leifturs í 2. deild. Guðjón hefur komið við sögu í þremur leikjum hjá Blikum í sumar.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert