Óskar Örn Hauksson: Hlýtur að hafa verið skemmtilegt fyrir áhorfendur

Óskar Örn Hauksson leikur á varnarmenn Larissa í Evrópuleik í …
Óskar Örn Hauksson leikur á varnarmenn Larissa í Evrópuleik í sumar. mbl.isEggert

Þær hafa ekki verið ýkja margar þrennurnar í Pepsí deild karla í sumar en kantmaðurinn Óskar Örn Hauksson náði einni slíkri þegar KR sigraði Stjörnuna 7:3 í Frostaskjólinu í dag.

„Við svona aðstæður gerast oft óvæntir hlutir og það var gaman að spila þó svo að völlurinn væri svolítið þungur og erfiður. Þetta var ótrúlegt á tímabili þegar liðin fóru í sókn til skiptis og skoruðu. Þetta hlýtur að hafa verið skemmtilegt fyrir áhorfendur,“ sagði Óskar í samtali við mbl.is á KR-vellinum í dag.

Óskar sagði KR-inga hafa verið einbeitta fyrir leikinn enda áttu þeir þá enn fræðilega möguleika á því að verða Íslandsmeistarar: „Við ætluðum ekki að tapa þessum leik ef FH-ingar skyldu misstíga sig. Við höfðum það á bak við eyrað en úr því sem komið er þá stefnum við ótrauðir á annað sætið og ætlum að tryggja okkur það í síðustu umferðinni.“

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert