Finnur Ólafsson til ÍBV

Finnur Ólafsson, til hægri, í leik með HK gegn Breiðabliki.
Finnur Ólafsson, til hægri, í leik með HK gegn Breiðabliki. mbl.is/Sverrir

Finnur Ólafsson, knattspyrnumaður úr HK, gekk í dag til liðs við ÍBV og samdi við félagið til þriggja ára. Eyjamenn náðu samkomulagi við HK um félagaskiptin en Finnur var samningsbundinn Kópavogsfélaginu út næsta tímabil.

Finnur er 25 ára gamall miðjumaður og hefur alla tíð leikið með HK en hann er í hópi leikjahæstu manna félagsins frá upphafi. Hann missti af stærstum hluta síðasta tímabils vegna meiðsla og náði aðeins að spila 6 leiki með HK í 1. deildinni, og gerði í þeim tvö mörk. Næstu tvö ár þar á undan lék Finnur 31 leik með HK í úrvalsdeildinni.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert