KR Lengjubikarmeistari með naumindum

Jökull I. Elísabetarson úr Breiðabliki með boltann í leiknum í …
Jökull I. Elísabetarson úr Breiðabliki með boltann í leiknum í dag en Viktor Bjarki Arnarsson KR-ingur fylgist með honum. mbl.is/hag

KR-ingar urðu í dag Lengjubikarmeistarar í knattspyrnu karla með 2:1 sigri á Breiðabliki í úrslitaleik. Björgólfur Takefusa og Mark Rutgers gerðu mörk KR í fyrri hálfleik en Kári Ársælsson minnkaði muninn fyrir Blika sem voru mikið betri í seinni hálfleiknum. Fylgst var með gangi mála hér á mbl.is.

Blikar misstu Elfar Freyr Helgason af velli með rautt spjald á 77. mínútu en það kom ekki í veg fyrir að þeir pressuðu stíft á KR-inga allan seinni hálfleikinn. Kristni Steindórssyni tókst að koma boltanum í markið í uppbótartíma en markið var dæmt af vegna rangstöðu.

Byrjunarlið Breiðabliks: Ingvar Þór Kale - Arnór Sveinn Aðalsteinsson, Elfar Freyr Helgason, Kári Ársælsson, Kristinn Jónsson, Jökull I. Elísabetarson, Finnur Orri Margeirsson, Rafn Andri Haraldsson, Kristinn Steindórsson, Haukur Baldvinsson, Olgeir Sigurgeirsson.

Varamenn: Árni Kristinn Gunnarsson, Högni Helgason, Rannver Sigurjónsson, Aron Már Smárason, Sigmar Ingi Sigurðarson, Andri Rafn Yeoman, Sverrir Ingi Ingason.

Byrjunarlið KR: Lars Ivar Moldskred - Skúli Jón Friðgeirsson, Baldur Sigurðsson, Mark Rutgers, Jordao Diogo, Gunnar Örn Jónsson, Bjarni Guðjónsson, Viktor Bjarki Arnarsson, Óskar Örn Hauksson, Björgólfur Takefusa, Kjartan Henry Finnbogason.

Varamenn: Þórður Ingason, Gunnar Kristjánsson, Egill Jónsson, Ingólfur Sigurðsson, Guðjón Baldvinsson, Eggert Rafn Einarsson, Guðmundur Reynir Gunnarsson.

Breiðablik 1:2 KR opna loka
90. mín. Gunnar Kristjánsson (KR) á skot sem er varið Laflaust skot eftir skyndisókn.
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert