Eyjamenn lögðu Hauka 3:0

Rasmus Christiansen hjá ÍBV með boltann í leiknum í dag …
Rasmus Christiansen hjá ÍBV með boltann í leiknum í dag en Sam Mantom hjá Haukum sækir að honum. mbl.is/Ómar

ÍBV sigraði Hauka, 3:0, í fyrsta leik 4. umferðar úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu, Pepsi-deildarinnar, sem fram fór á Vodafonevellinum að Hlíðarenda í dag.

Matt Garner og Andri Ólafsson skoruðu með mínútu millibili snemma leiks og Andri bætti við þriðja markinu fyrir ÍBV 20 mínútum fyrir leikslok. Skömmu áður hafði Eyþór Helgi Birgisson, framherji ÍBV, fengið rauða spjaldið. 

Byrjunarlið Hauka: Daði Lárusson, Kristján Ómar Björnsson, Guðjón Pétur Lýðsson, Þórhallur Dan Jóhansson, Hilmar Rafn Emilsson, Hilmar Trausti Arnarsson, Hilmar Geir Eiðsson, Pétur Ásbjörn Sæmundsson, Grétar Atli Grétarsson, Sam Mantom, Guðmundur Viðar Mete.
Varamenn: Amir Mehica, Pétur Örn Gíslason, Úlfar Hrafn Pálsson, Gunnar Ormslev Ásgeirsson, Jónmundur Grétarsson, Daníel Einarsson, Kristján Óli Sigurðsson.

Byrjunarlið ÍBV: Albert Sævarsson, James Hurst, Matt Garner, Finnur Ólafsson, Þórarinn Ingi Valdimarsson, Andri Ólafsson, Tonny Mawejje, Eyþór Helgi Birgisson, Eiður Aron Sigurbjörnsson, Rasmus Steenberg Christiansen, Tryggvi Guðmundsson.
Varamenn: Elías Fannar Stefánsson, Gauti Þorvarðarson, Hjálmar Viðarsson, Arnór Eyvar Ólafsson, Ásgeir Aron Ásgeirsson, Anton Bjarnason, Yngvi Magnús Borgþórsson.

Haukar 0:3 ÍBV opna loka
94. mín. Leik lokið
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert