Áttuðum okkur ekki á því að Haukar spila ágætis fótbolta

Logi Ólafsson
Logi Ólafsson hag / Haraldur Guðjónsson

„Menn voru ekki með hugann við verkefnið og komu ekki nógu vel undirbúnir til leiks og þegar leið á fyrri hálfleik vorum við bara slakir en svo varð þetta skárra,“ sagði Logi Ólafsson þjálfari KR eftir 3:3 jafntefli gegn Haukum að Hlíðarenda í kvöld.

„Okkur bauðst í upphafi að spila góðan leik þegar við skorum fyrsta markið og spilum síðan ágætlega en svo hleypum við Haukum inní leikinn því menn áttuðu sig ekki á því að það voru mótherjar inni á vellinum sem spila ágætis fótbolta.  Við vorum því miður ekki tilbúnir í baráttuna og ef þú berst ekki og hleypur meira en mótherjinn er alveg sama hvaða hæfileika þú hefur því þeir nýtast þér ekki. Hinsvegar þegar menn áttuðu sig á því að það þyrfti að gera meira inni á vellinum voru menn góðir í seinni hálfleik og skora tvö mörk.  Til þess þurftum við að taka áhættu sem skapar hættu á móti en við lifðum það af og þetta var vægast sagt slök frammistaða af okkar hálfu,“ bætti Logi við.   

 
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert