Markalaust hjá Val og Grindavík

Grindvíkingar fagna marki Gilles Mbang Ondo sem er lykilmaður í …
Grindvíkingar fagna marki Gilles Mbang Ondo sem er lykilmaður í þeirra liði. mbl.is/Eggert

Valur tók á móti Grindavík kl. 19:15 í kvöld í 15. umferð Pepsideildar karla í knattspyrnu. Liðin skildu jöfn 0:0 í tíðindalitlum leik og þetta stig gæti reynst dýrmætt fyrir Grindavík þegar fram líða stundir. Fylgst var með gangi mála hér á mbl.is.

Byrjunarlið Vals: Kjartan Sturluson - Stefán Eggertsson, Atli Sveinn Þórarinsson, Martin Pedersen, Greg Ross - Baldur Aðalsteinsson, Sigurbjörn Hreiðarsson, Rúnar Már Sigurjónsson, Jón Vilhelm Ákason, Arnar Geirsson - Diarmuid O´Carroll.

Varamenn: Ásgeir Þór Magnússon - Einar Marteinsson, Guðmundur Hafsteinsson, Ian Jeffs, Edvard Börkur Óttharsson, Magnús Þórsson, Þórir Guðjónsson.

Byrjunarlið Grindavíkur: Óskar Pétursson - Ray Anthony Jónsson, Auðun Helgason, Ólafur Örn Bjarnason, Loic Mbang Ondo - Scott Ramsay, Orri Freyr Hjaltalín, Jóhann Helgason, Jósef Jósefsson - Hafþór Ægir Vilhálmsson, Gilles Ondo.

Varamenn: Rúnar Daníelsson - Óli Baldur Bjarnason, Gjorgi Manevski, Matthías Friðriksson, Guðmundur Andri Bjarnason, Grétar Hjartarson, Alexander Magnússon.

Valur 0:0 Grindavík opna loka
90. mín. Leik lokið Þóroddur flautar til leiksloka og áhorfendur geta þá snúið sér að einhverri meiri skemmtun en þessum knattspyrnuleik sem var mikil vonbrigði en Grindvíkingar virðast þó vera ánægðir með stigið.
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert