Sandra: Jöfn lið inni á vellinum

Sandra Sigurðardóttir
Sandra Sigurðardóttir Golli / Kjartan Þorbjörnsson

,,Það er ekki spurning að þetta verður spennandi leikur og mjög skemmtilegur held ég. Inni á vellinum eru þessi lið nokkuð jöfn þó að þær séu með fleiri landsliðsmenn í sínum röðum, og við höfum sýnt það í sumar. Þetta verður mikið fjör og bæði lið vilja eflaust mikið vinna eftir að hafa gert jafntefli í báðum leikjunum í deildinni í sumar,“ sagði Sandra Sigurðardóttir, markvörður og fyrirliði Stjörnunnar, fyrir stórleikinn við Val í úrslitum VISA-bikarsins sem fer á Laugardalsvellinum í dag klukkan 16.

Í Valsliðinu er fjöldi leikmanna sem hefur reynslu af svona leikjum enda varð það bikarmeistari á síðasta ári. Hjá Stjörnunni er reynslan hins vegar mun minni.

„Anna Björk Kristjánsdóttir er eini leikmaðurinn okkar sem hefur spilað bikarúrslitaleik, með KR á sínum tíma, og kom þá inn á sem varamaður. Það er eina reynslan af svona leikjum í okkar herbúðum,“ sagði Sandra sem telur að það komi hins vegar ekki að sök.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert