Íslandsbikarinn á loft á Hlíðarenda

Valskonur hefja Íslandsbikarinn á loft á Hlíðarenda í dag.
Valskonur hefja Íslandsbikarinn á loft á Hlíðarenda í dag. mbl.is/Eggert

Valskonur tóku í dag við Íslandsbikarnum í knattspyrnu eftir að þær sigruðu Grindavík, 7:1, í næstsíðustu umferð úrvalsdeildarinnar. Þær veittu honum viðtöku fimmta árið í röð.

Mikið var um dýrðir á Hlíðarenda þar sem um var að ræða 100. Íslandsmeistaratitil félagsins í öllum greinum í meistaraflokki.

Valur er með sjö stiga forskot á næsta lið, Breiðablik, þegar einni umferð er ólokið en liðin mætast á Kópavogsvelli í lokaumferðinni næsta sunnudag. Þór/KA er stigi á eftir Blikum og getur náð öðru sætinu með því að sigra Aftureldingu, takist Breiðabliki ekki að leggja Val að velli.

Valskonurnar fagna með bikarinn.
Valskonurnar fagna með bikarinn. mbl.is/Eggert
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert