Þrenna Baldurs í 3:3 jafntefli KR gegn Grindavík

Matthías Örn Friðriksson úr Grindavík og Guðmundur Reynir Gunnarsson úr …
Matthías Örn Friðriksson úr Grindavík og Guðmundur Reynir Gunnarsson úr KR. mbl.is/Árni Sæberg

Grindvíkingar tryggðu sér áframhaldandi veru í efstu deild eftir 3:3 jafntefli gegn KR í Grindavík í dag. Baldur Sigurðsson skoraði öll þrjú mörk KR-inga. 

Framan af var leikurinn með rólegasti móti og KR skoraði úr tveimur fyrstu skotum sín, það gerði Baldur Sigurðsson á 11. og 13. mínútu.  Grindvíkingur þurftu bara að bæta aðeins í til að fá sitt og það gerðu þeir, sem skilaði mörkum frá Orra Frey Hjaltalín á 26. mínutu en það var annað af tveimur skotum Grindvíkinga fyrir hlé.  Gilles Ondo jafnaði síðan á 50. mínútu.   Þegar leið að lokum skoraði Baldur sitt þriðja mark en Gilles Ondo jafnaði úr víti rétt fyrir leikslok. 

Grindvíkingar eru því komnir með 21 stig en KR fékk líka eitthvað úr leiknum því nánast tryggðu sér sæti í Evrópukeppninni.

Lið Grindavíkur:  Óskar Pétursson, Ray Anthony Jónsson, Auðun Helgason, Jóhann Helgason, Matthías Örn Friðriksson,  Orri Freyr Hjaltalín, Ólafur Örn Bjarnason, Guðmundur Andri Bjarnason, Gilles Mbang Ondo, Jósef Kristinn Jósefsson, Grétar Ólafur Hjartarson.
Varamenn:  Rúnar Þór Daníelsson, Óli Baldur Bjarnason, Gjorgi Manevski, Loic Mbang Ondo, Alexander Magnússon,  Emil Daði Símonarson, Hafþór Ægir Vilhjálmsson. 

Lið KR: Lars Moldskred, Grétar S. Sigurðarson, Bjarni E. Guðjónsson, Kjartan Henry Finnbogason, Baldur Sigurðsson, Óskar Örn Hauksson, Dofri Snorrason, Egill Jónsson, Mark R. Rutgers, Gunnar Örn Jónsson, Guðmundur Reynir Gunnarsson.
Varamenn: Þórður Ingason, Björgólfur H. Takefusa, Viktor Bjarki Arnarsson, Auðunn Örn Gylfason, Hróar Sigurðsson, Einar Már Þórisson, Davíð Einarsson.

Grindavík 3:3 KR opna loka
90. mín. Leik lokið
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert