Halldór Orri: Kiddi hjálpaði okkur ekkert

„Við förum vægast sagt svekktir heim. Allar stóru ákvarðanirnar féllu með Keflavík,“ sagði Halldór Orri Björnsson Stjörnumaður eftir 4:2 tapið fyrir Keflavík í Pepsideildinni í kvöld.

Halldór Orri var sérstaklega ósáttur við atvik sem átti sér stað í stöðunni 2:2, þegar honum fannst að dæma hefði átt víti á Keflvíkinga.

„Mér fannst við ekkert síðri í dag. Þeir fengu víti þegar boltinn átti að hafa farið í hönd okkar manns en Daninn okkar vill meina að hann hafi farið í brjóst hans. Nánast í næstu sókn ver leikmaður þeirra boltann með hendi á línunni sem á að vera rautt spjald og víti. Í staðinn skoruðu þeir þriðja markið,“ sagði Halldór Orri. Hann óttast ekki að varnarleikurinn verði hausverkur fyrir Stjörnuna þó liðið fengi á sig fjögur mörk í kvöld.

„Ég held nú ekki. Tryggvi var veikur í dag svo vörnin breyttist á síðustu stundu, en ég er alls ekkert smeykur varðandi varnarleikinn í sumar. Við vorum óheppnir varðandi ýmsar ákvarðanir. Auðvitað er slæmt að fá á sig fjögur mörk en Kiddi hjálpaði okkur ekkert í dag,“ sagði Halldór Orri, og átti þá við Kristin Jakobsson dómara.

Úr leik Keflavíkur og Stjörnunnar í kvöld.
Úr leik Keflavíkur og Stjörnunnar í kvöld. mbl.is/Víkurfréttir
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert