Tveir sáu rautt þegar Fylkir tapaði

Jóhann Þórhallsson úr Fylki og Arnór S. Aðalsteinsson úr Breiðabliki …
Jóhann Þórhallsson úr Fylki og Arnór S. Aðalsteinsson úr Breiðabliki eigast við í leiknum í kvöld. mbl.is/Ómar

Breiðablik og Fylkir mætust í úrvalsdeild karla í fótbolta, Pepsi-deildinni, á Kópavogsvelli klukkan 19.15. Breiðablik byrjaði betur og Kristinn Steindórsson kom þeim snemma í 2:0. Fylkir náði að minnka muninn í fyrri hálfleik en tvö rauð spjöld á leikmenn Fylkis gerðu út um leikinn.

Fyrst fékk Valur Fannar Gíslason að fjúka útaf og síðan Fjalar Þorgeirsson markvörður. Í kjölfarið var dæmd vítaspyrna sem Kristinn Steindórsson skoraði úr og fullkomnaði með því fyrstu þrennu sumarsins í Pepsi-deildinni. Leikurinn endaði því 3:1 heimamönnum í vil.

Fylgst var með gangi mála hér á mbl.is.

Byrjunarlið Breiðabliks: Ingvar Þór Kale, Finnur Orri Margeirsson, Elfar Freyr Helgason, Kristinn Steindórsson, Rafn Andri Haraldsson, Guðmundur Kristjánsson, Jökull Elísabetarson, Arnar Már Björgvinsson, Kristinn Jónsson, Arnór SVeinn Aðalsteinsson, Dylan Jacob MacAllister.
Varamenn: Kári Ársælsson, Viktor Unnar Illugason, Olgeir Sigurgeirsson, Marko Pavlov, Sigmar Ingi Sigurðarson (m), Tómas Óli Garðarsson, Andri Rafn Yeoman.

Byrjunarlið Fylkis: Fjalar Þorgeirsson, Kristján Valdimarsson, Ásgeir Börkur Ásgeirsson, Valur Fannar Gíslason, Þórir Hannesson, Ingimundur Níels Óskarsson, Andrés Már Jóhannesson, Jóhann Þórhallsson, Gylfi Einarsson, Albert Brynjar Ingason, Tómas Þorsteinsson.
Varamenn: Davíð Þór Ásbjörnsson, Ísak Björgvin Gylfason (m), Daníel freyr Guðmundsson, Trausti Björn Ríkarðsson, Andri Már Hermannsson, Andri Þór Jónsson, Hjörtur Hermannson.

Breiðablik 3:1 Fylkir opna loka
90. mín. Breiðablik fær hornspyrnu +4
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert