KR endurheimti toppsætið

Sam Tillen úr Fram og Kjartan Henry Finnbogason úr KR.
Sam Tillen úr Fram og Kjartan Henry Finnbogason úr KR. mbl.is/Eggert

Fram og KR mætust í úrvalsdeild karla í fótbolta, Pepsi-deildinni, á Laugardalsvellinum klukkan 19.15. Kjartan Henry Finnbogason kom KR yfir á 21. mínútu en Arnar Gunnlaugsson jafnaði metin skömmu síðar úr umdeildri vítaspyrnu. Það leit lengi vel út fyrir að liðin myndu skipta með sér stigunum en Grétar Sigfinnur Sigurðarsson tryggði KR sigur með skallamarki eftir hornspyrnu.

Framara eru því enn á botni deildarinnar aðeins með eitt stig en KR á toppnum með 14.

Fylgst var með gangi mála hér á mbl.is.

Byrjunarlið Fram: Ögmundur Kristinsson, Alan Lowing, Kristján Hauksson, Jón Guðni Fjólusson, Samuel Lee Tillen, Halldór Hermann Jónsson, Daði Guðmundsson, Jón Gunnar Eysteinsson, Kristinn Ingi Halldórsson Arnar Gunnlaugsson, Almarr Ormarsson.
Varamenn: Hjálmar Þórarinsson, Hlynur Atli Magnússon, Andri Júlíusson, Guðmundur Magnússon, Tómas Leifsson, Jón Orri Ólafsson, Denis Cardaklija (m).

Byrjunarlið KR: Hannes Þór Halldórsson, Magnús Már Lúðvíksson, Skúli Jón Friðgeirsson, Grétar Sigfinnur Sigurðarson, Guðmundur Reynir Gunnarsson, Viktor Bjarki Arnarsson, Bjarni Guðjónsson, Baldur Sigurðsson, Óskar Örn Hauksson, Guðjón Baldvinsson, Kjartan Henry Finnbogason.
Varamenn: Ásgeir Örn Ólafsson, Gunnar Þór Gunnarsson, Gunnar Örn Jónsson, Dofri Snorrason, Aron Bjarki Jósepsson, Atli Jónasson (m), Jordao Diogo. 

Fram 1:2 KR opna loka
90. mín. Jón Orri Ólafsson (Fram) fær gult spjald
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert