Valsmenn komnir í annað sætið

Guðmundur Steinarsson verður í framlínu Keflavíkur í kvöld.
Guðmundur Steinarsson verður í framlínu Keflavíkur í kvöld. Ómar Óskarsson

Valsmenn skutust uppí annað sætið í úrvalsdeild karla í fótbolta, Pepsi-deildinni, þegar þeir sigruðu Keflvíkinga, 2:0, á Nettóvellinum í Reykjanesbæ í kvöld.

Guðjón Pétur Lýðsson skoraði eftir 20 mínútna leik og Pól Justinussen bætti seinna markinu við á 60. mínútu. Sigur Valsmanna var mjög öruggur og sanngjarn og þeir hafa nú unnið sex af fyrstu átta leikjum sínum og eru tveimur stigum á eftir toppliði KR. Keflavík situr eftir skammt ofan fallsætis með 8 stig.

Byrjunarlið Keflavíkur: Ómar Jóhannsson, Adam Larsson, Guðjón Árni Antoníusson, Haraldur Freyr Guðmundsson, Einar Orri Einarsson, Jóhann Birnir Guðmundsson, Andri Steinn Birgisson, Guðmundur Steinarsson, Magnús Sverrir Þorsteinsson, Hilmar Geir Eiðsson, Brynjar Örn Guðmundsson.
Varamenn: Árni Freyr Ásgeirsson (m), Goran Jovanovski, Bjoan Stefán Ljubicic, Arnór Ingvi Traustason, Magnús Þór Magnússon, Frans Elvarsson, Viktor Smári Hafsteinsson.

Byrjunarlið Vals: Sindri Snær Jensson, Jónas Tór Næs, Halldór Kristinn Halldórsson, Atli Sveinn Þórarinsson, Pól Jóhannus Justinussen, Rúnar Már Sigurjónsson, Guðjón Pétur Lýðsson, Jón Vilhelm Ákason, Arnar Sveinn Geirsson, Christian R. Mouritsen, Haukur Páll Sigurðsson.
Varamenn: Kristján Orri Jóhannsson (m), Sigurbjörn Örn Hreiðarsson, Hörður Sveinsson, Þórir Guðjónsson, Andri Fannar Stefánsson, Ingólfur Sigurðsson, Kolbeinn Kárason.

Keflavík 0:2 Valur opna loka
90. mín. Sigurbjörn Hreiðarsson (Valur) á skot sem er varið FÆRI: Sveinbjörn var komin einn á móti Ómari eftir skyndisókn Valsmanna en Ómar lokaði vel markinu og varði.
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert