Félagaskipti í íslenska fótboltanum

Andrés Már Jóhannesson er farinn frá Fylki til Haugesund í …
Andrés Már Jóhannesson er farinn frá Fylki til Haugesund í Noregi. mbl.is/Eggert

Föstudaginn 15. júlí, var opnað fyrir félagaskipti í fótboltanum hér á landi og hægt var að skipta um félag til mánaðamóta en lokað var fyrir skiptin á miðnætti á sunnudagskvöld. Fylgst hefur verið með breytingum á liðunum hér á mbl.is.

* Andrés Már Jóhannesson hefur fengið félagaskipti frá Fylki í Haugesund í Noregi og getur því byrjað að spila með norska liðinu í vikunni.
* Kjartan Dige Baldursson var lánaður frá Víkingi R. til 1. deildarliðs Gróttu rétt áður en lokað var fyrir félagaskiptin.
* Marie Perez Fernandez, spænsk knattspyrnuskona, er komin til liðs við Þór/KA og fékk leikheimild áður en lokað var fyrir félagaskiptin. Hún er 24 ára framherji, kemur frá Levante og hefur leikið með U19 ára landsliði Spánar.

Helstu skipti um helgina:
* Colin Marshall,
skoski leikmaðurinn sem hefur spilað með BÍ/Bolungarvík í sumar, hefur samið við úrvalsdeildarlið Víkings í í Reykjavík um að spila með því út tímabilið.
* Ingólfur Þórarinsson hefur gengið frá félagaskiptum úr Víkingi R. yfir í sitt gamla félag, Selfoss.
* Brynjar Kristmundsson, bakvörður úr Víkingi í Ólafsvík, hefur verið lánaður til Valsmanna út þetta tímabil. Brynjar er 19 ára gamall en hefur leikið með meistaraflokki Ólafsvíkinga í hálft fimmta ár og á að baki tvo leiki með U17 ára landsliðinu. Brynjar skoraði mark Ólsara fyrr í sumar þegar þeir töpuðu 2:1 fyrir Val í framlengdum leik í bikarkeppninni.

Helstu skipti síðustu daga:
* Fimm leikmenn sem koma frá Bandaríkjunum hafa fengið leikheimild með liðum í Pepsi-deild kvenna en það eru KR, Þróttur R. og Þór/KA sem hafa styrkt sig með þeim. Þróttur fær Alexis Hernandez og Sarah Glass, KR fær Keli Mclaughlin og Rosie Malone-Povolny og Þór/KA fær Diane Caldwell, sem er írsk landsliðskona en hefur spilað í Bandaríkjunum undanfarin ár.
* Pétur Georg Markan er kominn til BÍ/Bolungarvíkur í láni frá Víkingi R. Pétur, sem er þrítugur, hóf meistaraflokksferilinn á Ísafirði á sínum tíma. Hann lék sjö leiki með Víkingum í úrvalsdeildinni framan af sumri og skoraði eitt mark.
* Ólafur Þór Gunnarsson markvörður er kominn til Þróttar R. í 1. deildinni en hann lék síðast með Fylki 2009. Trausti Sigurbjörnsson aðalmarkvörður Þróttar er meiddur og verður líklega frá út tímabilið. Án hans hafa Þróttarar nú fengið á sig 11 mörk í síðustu tveimur leikjum. Ólafur er 34 ára og hefur spilað 113 leiki í efstu deild.
* Björn Pálsson miðjumaður úr Stjörnunni hefur verið lánaður til 1. deildarliðs Víkings í Ólafsvík. Björn lék fimm fyrstu leiki Garðbæinga í úrvalsdeildinni í vor en hefur setið á varamannabekknum síðan. Hann hefur leikið 40 leiki með Stjörnunni í efstu deild undanfarin þrjú ár.
* Nicholas Efstathiou kom líka til Víkings Ó. í láni, frá BÍ/Bolungarvík, en hann hafði ekki spilað leik fyrir Vestfjarðaliðið eftir að hann kom þangað frá Suður-Afríku fyrr í júlí.
* Sam Hewson, sem var röðum Manchester United frá 10 ára aldri og til ársins 2010, er kominn með leikheimild með Fram. Hewson er 22 ára miðjumaður og lék aldrei með aðalliði United en var lánaður til Hereford og Bury. Hann lék með utandeildaliðinu Altrincham síðasta vetur.
* Derek Young, skoskur miðjumaður sem hefur leikið með Aberdeen undanfarin fjögur ár, er kominn með leikheimild með Grindavík. Young er 31 árs og hefur einnig leikið með Partick Thistle, St. Johnstone og Dunfermline en var áður í röðum Aberdeen í sjö ár. 
* Steinar Tenden, norskur sóknarmaður sem lék með KA árið 2003, er kominn aftur til Akureyrarfélagsins. Hann er 33 ára gamall og varð fjórði markahæsti leikmaður úrvalsdeildarinnar 2003 sem leikmaður KA, skoraði þá 9 mörk í 18 leikjum.
* Peter Klancar, 25 ára Slóveni, er kominn með leikheimild með 1. deildarliði Selfyssinga. Hann er varnar- eða miðjumaður og lék síðast með Interblock Ljubljana í næstefstu deild í Slóveníu en hefur m.a. spilað með Jönköping í Svíþjóð.
* Haukur Ingi Guðnason, sem lék síðast með Keflvíkingum á síðasta tímabili, hefur gengið frá félagaskiptum yfir í Grindavík. Haukur Ingi, sem er 33 ára framherji, hefur ekkert spilað í ár.
* Ísak Örn Þórðarson, sóknarmaður úr Haukum, er kominn til liðs við Keflavík. Ísak lék með Njarðvíkingum, fór til Keflavíkur í vetur og var lánaður til Haukanna í vor.
* Olga Kristina Hansen, 21 árs landsliðskona frá Færeyjum, er komin til liðs við KR. Olga lék með Álftanesi í 1. deildinni framan af sumri en áður með færeyska liðinu AB.
* Davíð Þór Rúnarsson hefur tekið fram skóna á ný og er genginn til liðs við Fjölni. Davíð, sem er 33 ára framherji, lék með  Fjölni í úrvalsdeildinni 2008, og áður í bæði 1. og 2. deild, og með Víkingi og Þrótti í úrvalsdeildinni 2006 og 2009. Síðast spilaði Davíð með Sindra síðasta sumar. Hann hefur skorað 86 mörk í deildakeppninni á ferlinum, þar af 7 í úrvalsdeildinni.
* Hólmfríður Magnúsdóttir, landsliðskona, sem kom til liðs við Val frá Philadelphia Independence, er komin með leikheimild með Hlíðarendaliðinu.
* Melissa Cary, miðjumaður með bandarískt og ítalskt ríkisfang, er komin til liðs við ÍBV og er orðin lögleg með Eyjaliðinu. Cary kemur frá Indiana í Bandaríkjunum en lék áður með Bardolino á Ítalíu.
* Brian Gilmour, 24 ára gamall skoskur miðjumaður, er kominn með leikheimild með KA. Hann spilaði síðast með Stenhousemuir en áður með Lincoln í ensku 3. deildinni og Haka í finnsku A-deildinni. Þar áður skosku 1. deildarliðunum Queen of the South og Clyde en Gilmour var áður í herbúðum Rangers og lék með yngri landsliðum Skota.
* Farid Abdel Zato-Arouna, 19 ára miðjumaður frá Tógó sem hefur verið í röðum FH í sumar, er genginn til liðs við HK og er löglegur með Kópavogsliðinu þegar það mætir KA.
* Þórður Steinar Hreiðarsson, fyrrum miðvörður Þróttar R., er kominn til Breiðabliks. Hann lék með HB í Færeyjum á síðasta ári og fyrstu vikurnar á þessu tímabili. Þórður er 25 ára og hefur leikið 31 leik í efstu deild hér á landi, 30 með Þrótti og einn með Val.
* Elías Fannar Stefnisson, markvörður úr ÍBV, er kominn til liðs við Grindavík. Elías, sem er 21 árs, hefur spilað 9 leiki með Eyjamönnum í úrvalsdeildinni en í sumar hefur hann spilað með Eyjaliðinu KFS í 3. deild.
* Alieu Jagne, sænskur sóknarmaður, er kominn til Hauka frá Sundsvall. Jagne er 27 ára, hefur leikið 5 leiki með Sundsvall í 1. deildinni í ár og samtals 52 leiki í deildinni undanfarin fjögur ár með Sundsvall og Väsby og skorað 9 mörk. Nánari upplýsingar.
* Clark Keltie, enski varnarmaðurinn sem Þórsarar sömdu við, er kominn með leikheimild með Akureyrarliðinu.
* Aaron Spear, 18 ára enskur framherji sem hefur verið á mála hjá Newcastle undanfarin þrjú ár, er kominn með leikheimild með ÍBV. Heimir Hallgrímsson þjálfari ÍBV sagði við mbl.is að Spear myndi væntanlega spila með 2. flokki til að byrja með.
* Arna Ómarsdóttir úr Breiðabliki hefur verið lánuð til KR. Arna hefur leikið níu af tíu leikjum Blika í Pepsi-deildinni í sumar og skorað eitt mark.
* Ahkeelea Mollon, landsliðskona frá Trínidad og Tóbagó, hefur verið lánuð frá Stjörnunni til Aftureldingar, sem þar með hefur fengið fimm nýja leikmenn í vikunni. Mollon hefur spilað sjö leiki með Stjörnunni í sumar, þrjá þeirra í byrjunarliði, og skorað eitt mark.
* Daníel Freyr Guðmundsson, miðvörður úr Fylki, hefur verið lánaður í 2. deildarlið Fjarðabyggðar, en hann var þar líka í láni tímabilin 2009 og 2010. Daníel hefur leikið einn leik með Fylki í úrvalsdeildinni í sumar.
* Þórir Guðjónsson, sóknar- eða kantmaður úr Val, hefur verið lánaður til 1. deildarliðs Leiknis R. Þórir, sem er tvítugur, spilaði 12 leiki með Val í úrvalsdeildinni í fyrra en hefur aðeins komið við sögu í þremur leikjum í ár.
* Carla Lee, 21 árs Englendingur, er fjórði leikmaðurinn sem kvennalið Aftureldingar fær til liðs við sig í þessari viku.
* Stefán Eggertsson, sem HK fékk að láni frá Val, er kominn með leikheimild með Kópavogsliðinu.
* Ásgeir Örn Arnþórsson, sem hefur spilað 21 leik með Fylki í efstu deild, er kominn aftur í Árbæjarliðið eftir að hafa spilað með Aftureldingu fyrri hluta tímabilsins.
* Ivar Skjerve, norski varnarmaðurinn sem Selfyssingar fengu frá Rosenborg, er kominn með leikheimild frá og með morgundeginum.
* Íris Dóra Snorradóttir er komin til Aftureldingar í láni frá Fylki. Hún er þriðji nýi leikmaðurinn hjá Aftureldingu sem fékk Önnu Garðarsdóttur frá Val og Heklu Pálmadóttur frá Breiðabliki.
* Harpa Þorsteinsdóttir er komin aftur í Stjörnuna eftir að hafa leikið með Breiðabliki síðustu árin. Harpa lék þó ekkert fyrri hluta tímabilsins í ár því hún hefur verið í barneignafríi.
* Hólmbert Aron Friðjónsson, 18 ára sóknarmaður úr HK, er kominn til liðs við Fram.

Eftirtalin félagaskipti eru staðfest hjá liðum í efstu deildunum:

PEPSI-DEILD KARLA:

ÍBV:
Aaron Spear frá Newcastle (Englandi)
Kjartan Guðjónsson frá KFS
Anton Bjarnason í KFS (lán)
Jordan Connerton í Crewe (Englandi)

Valur:
Brynjar Kristmundsson frá Víking Ó. (lán)
Edvard B. Óttharsson í Tindastól/Hvöt (lán)
Stefán Eggertsson í HK (lán)
Þórir Guðjónsson í Leikni R. (lán)
Fitim Morina í Njarðvík (lán)

Stjarnan:
Magnús Blöndal frá KA (lán)
Björn Pálsson í Víking Ó. (lán)

FH:
Farid Abdel Zato-Arouna í HK

Keflavík:
Ísak Örn Þórðarson frá  Haukum
Haukur Ingi Guðnason í Grindavík

Breiðablik:
Þórður Steinar Hreiðarsson frá HB (Færeyjum)
Elfar Freyr Helgason í AEK (Grikklandi)
Sverrir Ingi Ingason í Augnablik (lán)

Fylkir
Ásgeir Örn Arnþórsson frá Aftureldingu
Þorlákur Helgi Hilmarsson frá Berserkjum
Daníel Freyr Guðmundsson í Fjarðabyggð (lán)
Andrés Már Jóhannesson í Haugesund (Noregi)

Grindavík:
Elías Fannar Stefnisson frá KFS
Haukur Ingi Guðnason frá Keflavík
Derek Young frá Aberdeen
Einar Helgi Helgason í Njarðvík (lán)

Þór:
Ragnar Hauksson frá KF
Clark Keltie frá Lincoln City (Englandi)
Kristján Sigurólason í Dalvík/Reyni (lán)

Víkingur R.:
Magnús Páll Gunnarsson frá Holzwickede (Þýskalandi)
Gunnar Einarsson frá Leikni R.
Davíð Örn Atlason frá KA
Colin Marshall frá BÍ/Bolungarvík
Pétur Georg Markan í BÍ/Bolungarvík (lán)
Ingólfur Þórarinsson í Selfoss
Kjartan Dige Baldursson í Gróttu (lán)

Fram:
Steven Lennon frá Newport (Wales)
Hólmbert Aron Friðjónsson frá HK
Sam Hewson frá Altrincham (Englandi)
Guðmundur Magnússon í Víking Ó.
Jón Guðni Fjóluson í Beerschot (Belgíu)

1. DEILD KARLA:

Selfoss:
Ivar Skjerve frá Rosenborg (Noregi)
Peter Klancar frá Interblock Ljubljana (Slóveníu)
Ingólfur Þórarinsson frá Víkingi R.

Haukar:
Alieu Jagne frá Sundsvall (Svíþjóð)
Þór Steinar Ólafs í Augnablik
Ísak Örn Þórðarson í Keflavík
Enok Eiðsson í ÍH (lán)

Fjölnir:
Steinar Örn Gunnarsson frá Aftureldingu
Marteinn Örn Halldórsson frá Birninum
Davíð Þór Rúnarsson frá Sindra
Egill Gautur Steingrímsson í Aftureldingu (lán)

Víkingur Ó.:
Björn Pálsson frá Stjörnunni (lán)
Guðmundur Magnússon frá Fram (lán)
Nicholas Anthony Efstathiou frá BÍ/Bolungarvík (lán)
Ragnar Mar Sigrúnarson í Grundarfjörð (lán)
Brynjar Kristmundsson í Val (lán)

BÍ/Bolungarvík:
Pétur Georg Markan frá Víkingi R. (lán)
Nicholas Anthony Efstathiou frá Ajax Cape Town (Suður-Afríku)
  - lánaður til Víkings Ó.
Jónmundur Grétarsson í Gróttu
Colin Marshall í Víking R.

Þróttur R.:
Ólafur Þór Gunnarsson frá Fylki (lék síðast 2009)

Grótta:
Jónmundur Grétarsson frá BÍ/Bolungarvík
Kjartan Dige Baldursson frá Víkingi R. (lán)
Sturlaugur Haraldsson í Hamar

ÍR:
Davíð Már Stefánsson frá Létti
Hrannar Karlsson í Létti
Rannver Sigurjónsson í Augnablik
Guðni Páll Kristjánsson í Víði

KA:
Elmar Dan Sigþórsson frá Förde (Noregi)
Brian Gilmour frá Stenhousemuir (Skotlandi)
Steinar Tenden frá Noregi
Ívar Guðlaugur Ívarsson í Magna (lán)
Davíð Örn Atlason í Víking R.
Magnús Blöndal í Stjörnuna (lán)

HK:
Damir Muminovic frá Ými
Stefán Eggertsson frá Val (lán)
Farid Abdel Zato-Arouna frá FH
Frosti Bjarnason frá Ými
Vigfús Geir Júlíusson frá Hamri
Jóhann Andri Kristjánsson frá Fylki (lán)
Hólmbert Aron Friðjónsson í Fram

Leiknir R.:
Þórir Guðjónsson frá Val (lán)
Gunnar Einarsson í Víking R.

PEPSI-DEILD KVENNA:

Stjarnan:
Harpa Þorsteinsdóttir frá Breiðabliki
Edda María Birgisdóttir frá ÍBV
Ahkeelea Mollon í Aftureldingu

Valur:
Þorgerður Elva Magnúsdóttir frá Fram
Hólmfríður Magnúsdóttir frá Philadelphia (Bandaríkjunum)
Anna Garðarsdóttir í Aftureldingu
Guðlaug Rut Þórsdóttir í Þrótt R. (lán)

Þór/KA:
Diane Caldwell frá Bandaríkjunum
Marie Perez Fernandez frá Levante (Spáni)

ÍBV:
Melissa Cary frá Indiana (Bandaríkjunum)
Edda María Birgisdóttir í Stjörnuna

Fylkir:
Eyrún Rakel Agnarssdóttir frá Þrótti R.
Íris Dóra Snorradóttir í Aftureldingu (lán)

Breiðablik:
Harpa Þorsteinsdóttir í Stjörnuna
Hekla Pálmadóttir í Aftureldingu (lán)
Arna Ómarsdóttir í KR (lán)

Afturelding:
Anna Garðarsdóttir frá Val
Hekla Pálmadóttir frá Breiðabliki (lán)
Íris Dóra Snorradóttir frá Fylki (lán)
Carla Lee frá Englandi
Ahkeelea Mollon frá Stjörnunni (lán)

KR:
Arna Ómarsdóttir frá Breiðabliki (lán)
Olga Kristina Hansen frá Álftanesi (lán)
Petra Lind Sigurðardóttir frá Fjarðabyggð/Leikni (lán)
Keli Mclaughlin frá Bandaríkjunum
Rosie Malone-Povolny frá Bandaríkjunum

Þróttur R.:
Guðlaug Rut Þórsdóttir frá Val (lán)
Alexis Hernandez frá Bandaríkjunum
Sarah Glass frá Bandaríkjunum
Eyrún Rakel Agnarsdóttir í Fylki

Grindavík:
Helga Dagný Bjarnadóttir frá ÍR

Brynjar Kristmundsson í leik með Víkingi Ó. Hann er kominn …
Brynjar Kristmundsson í leik með Víkingi Ó. Hann er kominn í Val. mbl.is/Ómar
Pétur Georg Markan er kominn til BÍ/Bolungarvíkur.
Pétur Georg Markan er kominn til BÍ/Bolungarvíkur. mbl.is/Ómar
Haukur Ingi Guðnason er kominn til Grindavíkur.
Haukur Ingi Guðnason er kominn til Grindavíkur. mbl.is/Golli
Davíð Þór Rúnarsson, til hægri, í leik með Fjölni.
Davíð Þór Rúnarsson, til hægri, í leik með Fjölni. mbl.is/Ómar
Melissa Cary er nýr liðsmaður kvennaliðs ÍBV.
Melissa Cary er nýr liðsmaður kvennaliðs ÍBV. www.ibvsport.is
Þórður Steinar Hreiðarsson, til vinstrik í leik með Þrótti gegn …
Þórður Steinar Hreiðarsson, til vinstrik í leik með Þrótti gegn KR. Eggert Jóhannesson
Elías Fannar Stefnisson, til hægri, er kominn í Grindavík.
Elías Fannar Stefnisson, til hægri, er kominn í Grindavík. mbl.is/Árni Sæberg
Ahkeelea Mollon í leik með Stjörnunni gegn ÍBV.
Ahkeelea Mollon í leik með Stjörnunni gegn ÍBV. mbl.is/Sigurgeir S.
Þórir Guðjónsson í leik með Val gegn Víkingi. Hann er …
Þórir Guðjónsson í leik með Val gegn Víkingi. Hann er kominn í Leikni R. mbl.is/Eggert
Ásgeir Örn Arnþórsson er kominn aftur í Fylki.
Ásgeir Örn Arnþórsson er kominn aftur í Fylki. mbl.is/Eggert
Harpa Þorsteinsdóttir er gengin til liðs við Stjörnuna á ný, …
Harpa Þorsteinsdóttir er gengin til liðs við Stjörnuna á ný, frá Breiðabliki. mbl.is/Golli
Guðmundur Magnússon, til hægri, er farinn frá Fram í Víking …
Guðmundur Magnússon, til hægri, er farinn frá Fram í Víking í Ólafsvík. mbl.is/Golli
Magnús Páll Gunnarsson er kominn til Víkings eftir að hafa …
Magnús Páll Gunnarsson er kominn til Víkings eftir að hafa leikið í Þýskalandi. mbl.is/Golli
Ragnar Hauksson er kominn aftur í efstu deild eftir langa …
Ragnar Hauksson er kominn aftur í efstu deild eftir langa fjarveru og leikur með Þór. mbl.is/Skapti Hallgrímsson
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert