Þorsteinn mótfallinn ráðningu Guðjóns

Þorsteinn Gunnarsson formaður knattspyrnudeildar ásamt Jamie McCunnie.
Þorsteinn Gunnarsson formaður knattspyrnudeildar ásamt Jamie McCunnie. www.grindavík.is

Þorsteinn Gunnarsson, formaður knattspyrnudeildar Grindavíkur, hefur ákveðið að hætta sem formaður deildarinnar. Ástæðan að sögn Þorsteins er stefna félagsins í þjálfaramálum en samþykkt var á stjórnarfundi í gær að ganga til viðræðna við Guðjón Þórðarson um að hann verði næsti þjálfari liðsins.

,,Ég er ósáttur við hvaða stefnu þjálfaramálin hafa tekið hjá félaginu. Ég er mótfallinn ráðningu Guðjóns og í ljósi þess tel ég eðlilegt að stíga til hliðar sem formaður, boða strax til aðalfundar og láta nýja stórn taka við ráðningarferlinu,“ sagði Þorsteinn Gunnarsson við mbl.is

Þorsteinn vildi fá Lárus Orra Sigurðsson, fyrrum þjálfara Þórs, í þjálfarastarfið en ekki að fara í viðræður við Guðjón en formaðurinn varð undir. Meirihluti í stjórn knattspyrnudeildarinnar vill fá Guðjón sem næsta þjálfara.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert