Hjörtur til reynslu hjá PSV

Hjörtur Hermannsson tekur við bikarnum eftir sigur U17 ára landsliðsins …
Hjörtur Hermannsson tekur við bikarnum eftir sigur U17 ára landsliðsins á Norðurlandamótinu í sumar. mbl.is/Skapti Hallgrímsson

Hjörtur Hermannsson, miðjumaður í úrvalsdeildarliði Fylkis í knattspyrnu og fyrirliði U17 ára landsliðsins, fer til reynslu hjá hollenska stórliðinu PSV Eindhoven snemma í nóvember og dvelur þar við æfingar í sjö til tíu daga.

Hjörtur er 16 ára gamall en hann vann sér sæti í byrjunarliði Fylkis seinni part sumars og byrjaði inná í síðustu sjö leikjum Árbæinga í úrvalsdeildinni. Alls lék hann níu leiki og skoraði eitt mark. Hjörtur var fyrirliði U17 ára landsliðsins sem varð Norðurlandameistari og er komið í milliriðil EM, og hann lék líka alla leiki ársins í byrjunarliði U19 ára landsliðsins.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert