Guðjón ráðinn til Grindvíkinga

Guðjón Þórðarson
Guðjón Þórðarson mbl.is/Ómar

Knattspyrnudeild Grindavíkur sendi rétt í þessu frá sér fréttatilkynningu þar sem fram kemur að Guðjón Þórðarson hafi verið ráðinn þjálfari karlaliðs félagsins til næstu þriggja ára.

Guðjón, sem er 56 ára gamall, þjálfaði 1. deildarlið BÍ/Bolungarvíkur á nýliðnu keppnistímabili en var sagt upp störfum þar fyrir skömmu af fjárhagsástæðum. Guðjón hefur áður þjálfað Skagamenn, KR og KA hér á landi ásamt því að stýra Keflvíkingum í nokkra mánuði á undirbúningstímabili.

Í Englandi hefur Guðjón verið knattspyrnustjóri Stoke City, Barnsley, Notts County og Crewe. Hann var landsliðsþjálfari Íslands frá 1997 til 1999 og stýrði Start í norsku úrvalsdeildinni í nokkra mánuði.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert